Erlent

Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gorbachev ásamt Putin á góðri stundu.
Gorbachev ásamt Putin á góðri stundu. Mynd/ AFP.
Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×