Erlent

Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins

Abbas forseti Palestínu.
Abbas forseti Palestínu. Mynd/AP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi.

Þó er gert ráð fyrir að hálfur mánuður geti liðið uns kosið verði um málið í Öryggisráðinu. Mahmoud Abbas forseta Palestínu var í gær fagnað sem þjóðhetju þegar hann sneri heim frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann lagði sótti formlega um fyrir hönd lands síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×