Innlent

Kvótalaus skip lönduðu í gær

Meðal annars var róið frá Sandgerði í gær á veiðar án kvóta.
Meðal annars var róið frá Sandgerði í gær á veiðar án kvóta.
Nokkrir smábátar útgerða sem eru í Samtökum íslenskra fiskimanna héldu til veiða í gær þrátt yfir að hafa ekki útgefnar aflaheimildir. Meðal annars var róið frá Hólmavík, Kópavogi og Sandgerði. Fulltrúar Fiskistofu fylgdust með þegar afla úr einum bátanna var landað í Kópavogi.

Í tilkynningu frá SÍF segir að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða megi allir veiða sem hafi almenn veiðileyfi. „Hvergi er í þeim lögum gerð krafa um að skip ráði yfir aflamarki,“ segir SÍF, sem kveðst vilja málið fyrir dómstóla og munu standa þétt við bakið á eigendum áðurnefndra báta komi til þess að þeir verði sviptir veiðileyfum vegna veiðanna í gær.-gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×