Innlent

Hvetur ökumenn til þess að þrífa framrúðuna: „Þetta tekur enga stund“

Þetta tekur enga stund. Bara skrúbba duglega.
Þetta tekur enga stund. Bara skrúbba duglega.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stingur upp á því við ökumenn að láta þrífa rúður bifreiða þeirra.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að nú sé sól lágt á lofti á morgnana þegar hvað flestir eru á leið til vinnu, og æði mörg umferðaróhöpp - stór og smá - má rekja til þess að ökumenn sáu ekki nógu vel út.

„Þetta tekur enga stund, bara líta við á næstu bensínstöð og kústa rúðuna duglega,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Einnig bendir lögreglan ökumönnum á að hreinsa þurrkublöðin til að hressa upp á afkastagetu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×