Innlent

Harður árekstur í Kömbunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Harður árekstur varð milli tveggja bíla í Kömbunum um fimmleytið í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði höfuðborgarsvæðinu voru sex manns fluttir á slysadeild, misjafnlega alvarlega slasaðir. Lögregla og sjúkralið frá Reykjavík, Árborgarsvæðinu og Hveragerði voru send á vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×