Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið 21. maí 2011 05:00 Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að þrátt fyrir þessa fjölgun kvenna komi þangað einungis lítið brot af þeim konum sem verða fyrir ofbeldi. fréttablaðið/pjetur Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síðasta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölgunin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 prósent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira