Lífið

Ítalskur matur og eðalvín í veislu Helga Björns

Vel fór á með útvarpsmanninum Hemma Gunn og Helga Björns í útgáfuhófinu.
Vel fór á með útvarpsmanninum Hemma Gunn og Helga Björns í útgáfuhófinu.
Helgi Björnsson fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar á veitingastaðnum La Luna við Rauðarárstíg. Helgi á marga góða vini sem mættu og óskuðu honum til hamingju.

Helgi bauð upp á ítalskan sælkeramat og sérvalin vín á La Luna við góðar undirtektir gesta sinna. Hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu á þjóðhátíðardaginn og hefur núna gefið þá út á geisla- og mynddiski. Á tónleikunum voru fluttar íslenskar dægurperlur með aðstoð strengjasveitar og karlakórs. Fjöldi gestasöngvara steig á svið, þar á meðal Bogomil Font, Högni Egilsson, Mugison og Ragnheiður Gröndal.

Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson og tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall voru hressir.
Aron Steinn Ásbjarnarson og Rebekka Bryndís Björnsdóttir létu sig ekki vanta í útgáfuhófið.
Ágústa Daníelsdóttir og Hanna Alexandra Helgadóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann.
Orri Helgason og Björn Halldór Helgason voru á meðal gesta.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, ásamt manni sínum, Hjalta Rúnari Sigurðssyni.
Helgi Björnsson ásamt Sigtryggi Baldurssyni, eða Bogomil Font.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.