Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 1. október 2011 13:00 Mynd/Stefán Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó