Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvellinum skrifar 1. október 2011 13:15 Mynd/Daníel FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni. Fylkismenn glímdu við meiðsli og bönn og þurfti Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis að gera margar breytingar og tefldi fram ungu liði. Þeir náðu hinsvegar forystunni eftir 10. mínútur þegar löng aukaspyrna kom inn í teig FH og Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Fylkis nýtti sér skógarferð Gunnleifs í marki FH og skallaði í autt netið. Eftir þetta féllu Fylkismenn aftur og FH gengu á lagið en Fylkismenn voru þó afar ógnandi í skyndisóknum sínum. Það var hinsvegar FH sem átti næsta mark, sending kom af kantinum og Matthías Vilhjálmsson var einn og óvaldaður á fjærstöng og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Stuðningsmenn FH voru varla sestir þegar Atli Guðnason prjónaði sig gegnum vörn Fylkis og boltinn barst á nafna hans Atla Viðar sem var einn gegn Fjalari og setti hann örugglega í þaknetið. Markasúpan hélt svo áfram, Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH skoraði þriðja markið aðeins 3. mínútum eftir annað markið með skemmtilegri bakfallsspyrnu. Fylkismenn voru þó ekki af baki dottnir og Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. FH byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fjórða mark sitt á 52. mínútu þegar Atli Viðar skoraði sitt annað mark eftir klaufaskap í vörn Fylkis. Ólafur Páll Snorrason bætti svo við fimmta markinu á 63. mínútu með góðu skoti. Fylkismenn náðu að klóra í bakkann á 73. mínútu og var þar að verki markahrókurinn Jóhann Þórhallsson eftir góða sendingu frá varamanninum Ásgeiri Eyþórssyni. Það var þó ekki nóg og lauk leiknum með 5-3 sigri FH. FH enduðu því í 2. sæti og er þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið vinnur hvorki Íslands- né bikarmeistaratitilinn. Þeir kvöddu einnig í dag Tommy Nielsen en varnarmaðurinn fékk heiðursskiptingu á 87. mínútu og klöppuðu áhorfendur og leikmenn þegar varnarmaðurinn sterki fór útaf í síðasta sinn fyrir FH. Fylkir – FH 3-5 Fylkisvöllur. Áhorfendur: 501 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8 Skot (á mark): 13–18 (7-10) Varin skot: Fjalar 5 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–4 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 14 Rangstöður: 3–4 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 5 Trausti Björn Ríkharðsson 4 Kristján Valdimarsson 3 Davíð Þór Ásbjörnsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson Baldur Bett 5 (55. Rúrik Andri Þorfinsson 4) Styrmir Erlendsson 6 Elís Rafn Björnsson 6 Hjörtur Hermannsson 6 (69. Ásgeir Eyþórsson 5) Andri Már Hermannsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Albert Brynjar Ingason 8 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 (65. Bjarki Gunnlaugsson 6) Freyr Bjarnson 5 Tommy Nielsen 6 (87. Jón Ragnar Jónsson ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Pétur Viðarsson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 (82. Gunnar Kristjánsson ) Atli Viðar Björnsson 8 – Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 8 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni. Fylkismenn glímdu við meiðsli og bönn og þurfti Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis að gera margar breytingar og tefldi fram ungu liði. Þeir náðu hinsvegar forystunni eftir 10. mínútur þegar löng aukaspyrna kom inn í teig FH og Davíð Þór Ásbjörnsson, leikmaður Fylkis nýtti sér skógarferð Gunnleifs í marki FH og skallaði í autt netið. Eftir þetta féllu Fylkismenn aftur og FH gengu á lagið en Fylkismenn voru þó afar ógnandi í skyndisóknum sínum. Það var hinsvegar FH sem átti næsta mark, sending kom af kantinum og Matthías Vilhjálmsson var einn og óvaldaður á fjærstöng og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Stuðningsmenn FH voru varla sestir þegar Atli Guðnason prjónaði sig gegnum vörn Fylkis og boltinn barst á nafna hans Atla Viðar sem var einn gegn Fjalari og setti hann örugglega í þaknetið. Markasúpan hélt svo áfram, Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH skoraði þriðja markið aðeins 3. mínútum eftir annað markið með skemmtilegri bakfallsspyrnu. Fylkismenn voru þó ekki af baki dottnir og Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. FH byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fjórða mark sitt á 52. mínútu þegar Atli Viðar skoraði sitt annað mark eftir klaufaskap í vörn Fylkis. Ólafur Páll Snorrason bætti svo við fimmta markinu á 63. mínútu með góðu skoti. Fylkismenn náðu að klóra í bakkann á 73. mínútu og var þar að verki markahrókurinn Jóhann Þórhallsson eftir góða sendingu frá varamanninum Ásgeiri Eyþórssyni. Það var þó ekki nóg og lauk leiknum með 5-3 sigri FH. FH enduðu því í 2. sæti og er þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem liðið vinnur hvorki Íslands- né bikarmeistaratitilinn. Þeir kvöddu einnig í dag Tommy Nielsen en varnarmaðurinn fékk heiðursskiptingu á 87. mínútu og klöppuðu áhorfendur og leikmenn þegar varnarmaðurinn sterki fór útaf í síðasta sinn fyrir FH. Fylkir – FH 3-5 Fylkisvöllur. Áhorfendur: 501 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 8 Skot (á mark): 13–18 (7-10) Varin skot: Fjalar 5 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–4 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 14 Rangstöður: 3–4 Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 5 Trausti Björn Ríkharðsson 4 Kristján Valdimarsson 3 Davíð Þór Ásbjörnsson 5 Ásgeir Örn Arnþórsson Baldur Bett 5 (55. Rúrik Andri Þorfinsson 4) Styrmir Erlendsson 6 Elís Rafn Björnsson 6 Hjörtur Hermannsson 6 (69. Ásgeir Eyþórsson 5) Andri Már Hermannsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Albert Brynjar Ingason 8 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4 (65. Bjarki Gunnlaugsson 6) Freyr Bjarnson 5 Tommy Nielsen 6 (87. Jón Ragnar Jónsson ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Pétur Viðarsson 5 Matthías Vilhjálmsson 6 Atli Guðnason 6 (82. Gunnar Kristjánsson ) Atli Viðar Björnsson 8 – Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 8
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira