Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason á Vodafonevellinum skrifar 1. október 2011 09:52 Mynd/Stefán Valur og KR gerðu markalaust jafntefli að Hlíðarenda í baráttuleik á Hlíðarenda. Valsmenn fengu betri færi í jöfnum leik. Það besta í viðbótartíma þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá Arnari Sveini Geirssyni sem var sloppinn einn í gegnum vörn KR-inga. Valsarar hylltu Íslandsmeistarana úr Vesturbænum fyrir leik en þar með var virðingin öll. Það var baráttan sem einkenndi viðureignina og færi voru af skornum skammti. Strax á 10. mínútu fékk Guðmundur Reynir að kenna á hörkutæklingu Atla Sveins Þórarinssonar. Bakvörðurinn fór meiddur á velli og tæklingin gaf tóninn. Umdeild atvik gerðist á 34. mínútu. Þá virtist Kjartan Henry Finnbogason stíga ofan á Jónas Tór Næs. Atvikið gerðisti fyrir framan nefið á fjórða dómara og Kjartan fékk gult spjald. Valsmenn afar ósáttir með litinn á spjaldinu. Valsarar voru sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiksk en bestu færin voru KR-inga. Haraldur varði fyrst frá Guðjóni Baldvinssyni úr teignum og svo komust Valsmenn fyrir skot Viktors Bjarka á markteig. Síðari hálfleikur var frekar daufur en Valsmenn fengu bestu færin. Þau féllu í skaut miðvarðanna Atla Sveins og Halldórs Kristins. Atli skallaði framhjá úr dauðafæri eftir horn og Halldór setti boltann í slá úr svipaðri stöðu. Í viðbótartíma fengu Valsmenn besta færi leiksins. Þá slapp Arnar Sveinn einn gegn Hannesi Þór. Hann reyndi að leggja boltann framhjá Hannesi sem sá við honum. Hvorugu liðinu tókst að skora í lokaleik tímabilsins sem var einnig síðasti leikur Sigurbjörns Hreiðarssonar í Valstreyju. Hann var hylltur þegar honum var skipt af velli um miðjan síðari hálfleikinn. TölfræðiSkot (á mark): 10-12 (5-4) Varin skot: Haraldur 3 – Hannes Þór 5 Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-14 Rangstöður: 1-4 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Valur og KR gerðu markalaust jafntefli að Hlíðarenda í baráttuleik á Hlíðarenda. Valsmenn fengu betri færi í jöfnum leik. Það besta í viðbótartíma þegar Hannes Þór Halldórsson varði frá Arnari Sveini Geirssyni sem var sloppinn einn í gegnum vörn KR-inga. Valsarar hylltu Íslandsmeistarana úr Vesturbænum fyrir leik en þar með var virðingin öll. Það var baráttan sem einkenndi viðureignina og færi voru af skornum skammti. Strax á 10. mínútu fékk Guðmundur Reynir að kenna á hörkutæklingu Atla Sveins Þórarinssonar. Bakvörðurinn fór meiddur á velli og tæklingin gaf tóninn. Umdeild atvik gerðist á 34. mínútu. Þá virtist Kjartan Henry Finnbogason stíga ofan á Jónas Tór Næs. Atvikið gerðisti fyrir framan nefið á fjórða dómara og Kjartan fékk gult spjald. Valsmenn afar ósáttir með litinn á spjaldinu. Valsarar voru sterkari aðilinn lengst af fyrri hálfleiksk en bestu færin voru KR-inga. Haraldur varði fyrst frá Guðjóni Baldvinssyni úr teignum og svo komust Valsmenn fyrir skot Viktors Bjarka á markteig. Síðari hálfleikur var frekar daufur en Valsmenn fengu bestu færin. Þau féllu í skaut miðvarðanna Atla Sveins og Halldórs Kristins. Atli skallaði framhjá úr dauðafæri eftir horn og Halldór setti boltann í slá úr svipaðri stöðu. Í viðbótartíma fengu Valsmenn besta færi leiksins. Þá slapp Arnar Sveinn einn gegn Hannesi Þór. Hann reyndi að leggja boltann framhjá Hannesi sem sá við honum. Hvorugu liðinu tókst að skora í lokaleik tímabilsins sem var einnig síðasti leikur Sigurbjörns Hreiðarssonar í Valstreyju. Hann var hylltur þegar honum var skipt af velli um miðjan síðari hálfleikinn. TölfræðiSkot (á mark): 10-12 (5-4) Varin skot: Haraldur 3 – Hannes Þór 5 Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-14 Rangstöður: 1-4 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira