Rúnar: Fallega gert af Valsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2011 16:46 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Mynd/Daníel Rúnar Kristinsson var ánægður með baráttuna hjá leikmönnum sínum í markalausa jafnteflinu gegn Val í dag. Hann staðfesti að hann yrði áfram með lið KR. „Bæði lið vildu vinna leikinn, það var mikil barátta og það var gaman að sjá. Þó svo að leikurinn skipti bæði lið litlu máli var greinilega áhugi beggja liða á að vinna leikinn. Leikmenn beggja lið voru duglegir að fara í tæklingar. Ákefðin í leiknum sýndi það," sagði Rúnar. Valsmenn stóðu heiðursvörð þegar KR-ingar gengu inn á völlinn í dag. Rúnar sagði það hafa verið fallega gert. „Ég var reyndar ennþá inni í klefa en strákarnir voru mjög sáttir við þetta. Þetta var fallega gert af Valsmönnum og sómi af þeim og þeirra félagi. Maður hefur séð þetta gert annars staðar þar sem menn hafa hampað titli þegar síðasti leikur fer fram." „Að sama skapi vil ég minnast á eftir leikinn á móti Fylki þegar við tryggðum okkur titilinn. Þá komu Fylkismenn aftur út á völlinn á meðan verið var að afhenda verðlaunin," sagði Rúnar sem tók undir með blaðamanni að það væru miklir heiðursmenn í íslenskum fótbolta. „Óli Þórðar fór og sótti leikmenn sína inn í klefa þegar hann sá að það átti að afhenda okkur verðlaunin. Hann fékk alla sína stráka út á völlinn og í dag standa leikmenn Vals heiðursvörð. Það var mjög flott hjá þeim." Rúnar var beðinn um að leggja mat á sumarið 2011 hjá KR-ingum. „Þetta hefur verið frábært sumar hjá okkur. Við töpuðum bara einum leik í Íslandsmótinu og unnum það nokkuð sannfærandi. Við unnum bikarinn líka og sumarið verið frábært. Við sýndum líka fína leiki í Evrópukeppninni, margir leikir og þetta var skemmtilegt. Búið að vera mikið álag en virkilega gaman og svona viljum við hafa það" Rúnar staðfesti að lokum að hann yrði áfram með KR-liðið. „Já, það er engin breyting í kortunum um það." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson var ánægður með baráttuna hjá leikmönnum sínum í markalausa jafnteflinu gegn Val í dag. Hann staðfesti að hann yrði áfram með lið KR. „Bæði lið vildu vinna leikinn, það var mikil barátta og það var gaman að sjá. Þó svo að leikurinn skipti bæði lið litlu máli var greinilega áhugi beggja liða á að vinna leikinn. Leikmenn beggja lið voru duglegir að fara í tæklingar. Ákefðin í leiknum sýndi það," sagði Rúnar. Valsmenn stóðu heiðursvörð þegar KR-ingar gengu inn á völlinn í dag. Rúnar sagði það hafa verið fallega gert. „Ég var reyndar ennþá inni í klefa en strákarnir voru mjög sáttir við þetta. Þetta var fallega gert af Valsmönnum og sómi af þeim og þeirra félagi. Maður hefur séð þetta gert annars staðar þar sem menn hafa hampað titli þegar síðasti leikur fer fram." „Að sama skapi vil ég minnast á eftir leikinn á móti Fylki þegar við tryggðum okkur titilinn. Þá komu Fylkismenn aftur út á völlinn á meðan verið var að afhenda verðlaunin," sagði Rúnar sem tók undir með blaðamanni að það væru miklir heiðursmenn í íslenskum fótbolta. „Óli Þórðar fór og sótti leikmenn sína inn í klefa þegar hann sá að það átti að afhenda okkur verðlaunin. Hann fékk alla sína stráka út á völlinn og í dag standa leikmenn Vals heiðursvörð. Það var mjög flott hjá þeim." Rúnar var beðinn um að leggja mat á sumarið 2011 hjá KR-ingum. „Þetta hefur verið frábært sumar hjá okkur. Við töpuðum bara einum leik í Íslandsmótinu og unnum það nokkuð sannfærandi. Við unnum bikarinn líka og sumarið verið frábært. Við sýndum líka fína leiki í Evrópukeppninni, margir leikir og þetta var skemmtilegt. Búið að vera mikið álag en virkilega gaman og svona viljum við hafa það" Rúnar staðfesti að lokum að hann yrði áfram með KR-liðið. „Já, það er engin breyting í kortunum um það."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira