Íslenski boltinn

Kristján: Unnum tvo titla af fjórum sem voru í boði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn KR í dag. Hann er bjartsýnn á framtíðina en reiknar ekki með fleiri Færeyingum á Hlíðarenda.

„Þetta var góð frammistaða hjá liðinu. Við spiluðum í þriðja skiptið á þessu keppnistímabili og töpuðum engum þeirra. Við hefðum getað unnið þetta í lokin þeagr Arnar Sveinn komst einn í gegn en því miður tók hann ranga ákvörðun þar," sagði Kristján um dauðafæri sem Arnar Sveinn fékk í viðbótartíma. Þá varði Hannes Þór vel frá Arnari sem slapp einn í gegn.

Kristján var beðinn um að líta yfir tímabilið hjá Valsmönnum og meta það.

„Við tókum þátt í fjórum mótum og unnum tvö þeirra. Við erum það lið í deildinni sem fær á sig næst fæst mörk. Valur hefur aldrei fengið jafnmörg stig í tólf liða deild og í ár."

„Það hafa verið lagðar nokkrar grunnstoðir að liðinu. Við vissum að þetta yrði alltaf þriggja ára verkefni að búa til lið. Þetta gæti orðið þriggja til fimm ára verkefni," sagði Kristján.

Kristján reiknar með því að langflestir leikmenn liðsins verði áfram á Hlíðarenda. Hann reiknar þó ekki með fleiri Færeyingum

„Nei, ég held að ferjan sé hætt að ganga. Það er bara flogið núna," sagði Kristján léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×