Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. október 2011 17:10 Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings. Mynd/Daníel Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. „Við gáfum Frömurum hörkuleik. Við fórum ekki nógu vel inn í leikinn en unnum okkur inn í hann. Þeir gerðu vel að vinna þennan hörkuleik. Við ætluðum að vinna þennan leik og keyra áfram. Það er komið ákveðið sjálfstraust eftir síðastliðna tvo sigra og það var aldrei annað í stöðunni en að vinna leikinn en þeir gerðu vel að ljúka honum,“ sagði Bjarnólfur. Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir Víking í leiknum en hann hefur farið mikinn á lokakafla tímabilsins. „Hann hefur gert þetta í undanförnum leikjum og litið rosalega vel út. Hann sýnir úrvalsdeildargæði en það voru mörg önnur tækifæri sem við fengum sem við hefðum átt að nýta og stríða þeim aðeins meira.“ „Þeim nægði jafntefli og voru komnir með forystu. Það var skiljanlegt að þeir myndu bakka aðeins og verja markið sitt og þeir gerðu það vel,“ sagði Bjarnólfur sem er ánægðu með endasprett Víkings á tímabilinu eftir að liðið féll. „Við endum á jákvæðum nótum. Það er búið að taka virkilega til í klúbbnum og það verður mjög gott fyrir nýjan mann að taka við liðinu. Við munum nýta þennan lærdóm af þessu tímabili til að hafa liðið sterkt til framtíðar.“ „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að taka þátt í því en það stóð aldrei til að halda áfram með liðið og ég get það ekki tímalega séð og maður verður að vera samkvæmur sjálfum sér í því,“ sagði Bjarnólfur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur endurkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. „Við gáfum Frömurum hörkuleik. Við fórum ekki nógu vel inn í leikinn en unnum okkur inn í hann. Þeir gerðu vel að vinna þennan hörkuleik. Við ætluðum að vinna þennan leik og keyra áfram. Það er komið ákveðið sjálfstraust eftir síðastliðna tvo sigra og það var aldrei annað í stöðunni en að vinna leikinn en þeir gerðu vel að ljúka honum,“ sagði Bjarnólfur. Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir Víking í leiknum en hann hefur farið mikinn á lokakafla tímabilsins. „Hann hefur gert þetta í undanförnum leikjum og litið rosalega vel út. Hann sýnir úrvalsdeildargæði en það voru mörg önnur tækifæri sem við fengum sem við hefðum átt að nýta og stríða þeim aðeins meira.“ „Þeim nægði jafntefli og voru komnir með forystu. Það var skiljanlegt að þeir myndu bakka aðeins og verja markið sitt og þeir gerðu það vel,“ sagði Bjarnólfur sem er ánægðu með endasprett Víkings á tímabilinu eftir að liðið féll. „Við endum á jákvæðum nótum. Það er búið að taka virkilega til í klúbbnum og það verður mjög gott fyrir nýjan mann að taka við liðinu. Við munum nýta þennan lærdóm af þessu tímabili til að hafa liðið sterkt til framtíðar.“ „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að taka þátt í því en það stóð aldrei til að halda áfram með liðið og ég get það ekki tímalega séð og maður verður að vera samkvæmur sjálfum sér í því,“ sagði Bjarnólfur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur endurkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira