Innlent

Átta bílar í þremur árekstrum

GS skrifar
Enginn slasaðist þegar átta bílar samtals lentu í þremur árekstrum á sama svæðinu í Reykjavík upp úr klukkan níu í morgun. Fyrst varð fjögurra bíla árekstur á mótum Miklubrautar og Kringlumýrabrautar og fór umferð að tefjast á svæðinu. Vegna þess lentu tveir bílar til viðbótar saman, sem enn jók á tafir með þeim afleiðingum að tveir í viðbót lentu saman. Eftir öll ósköpin voru tveir bílanna alveg óökufærir en hinir náði að skrölta sjálfir af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×