Forsetinn í freyðivíns-fjölmiðlabaði 11. apríl 2011 10:24 Atla Gíslasyni fannst forsetinn barnslega glaður á blaðamannafundinum sem hann hélt á Bessastöðum í gær „Mér fannst hann vera í svolitlu freyðivíns-fjölmiðlabaði. Ég verð að segja eins og er," segir Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokka og meðlimur Vinstri grænna, um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem hélt blaðamannafund í gær um niðurstöðu Icesave-kosninganna. „Hann var eitthvað svo glaður, barnslega glaður, og hann var í mjög sterkum pólitískum málflutningi," segir Atli. Atli var gestur þáttarins Í bítið í morgun á Bylgjunni þar sem hann og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu niðurstöðu kosninganna. Atla finnst Ólafur Ragnar hafa gengið mun lengra en fyrir forsetar þegar kemur að pólitískum afskiptum. „Hann var að tala mjög pólitísk og gekk lengra en fyrirrennarar hans hafa gert," segir Atli. „Hann var í díalóg við ríkisstjórn, hann var í deilu við forystumenn atvinnulífsins. Hann gekk mjög langt," segir hann. Ragnheiður segir það afar sérstakt að forsetinn hafi boðað til blaðamannafundar daginn eftir kosningarnar, sem voru haldnar í framhaldi af því að hann sjálfur neitaði að staðfesta Icesave-samninginn. Ragnheiður benti á að Icesave hefur klofið þjóðina í tvær fylkingar. „Mér fannst þetta persónulega ekki eiga við," segir Ragnheiður. Henni hefði fundist fara betur á því að ef forsetinn ætlaði að halda blaðamannafund um málið, að hann héldi hann síðar, en Ólafur Ragnar hélt sinn fund skömmu eftir að blaðamannafund ríkisstjórnarinnar. Þannig fannst Ragnheiði blasa við að ekkert samstarf hefði verið á milli skrifstofu forsetans og forsætisráðuneytisins. „Margt af því sem hann sagði var hins vegar mjög gott," segir hún. Umræður þeirra Atla og Ragnheiðar Í bítinu má hlusta á heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
„Mér fannst hann vera í svolitlu freyðivíns-fjölmiðlabaði. Ég verð að segja eins og er," segir Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokka og meðlimur Vinstri grænna, um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem hélt blaðamannafund í gær um niðurstöðu Icesave-kosninganna. „Hann var eitthvað svo glaður, barnslega glaður, og hann var í mjög sterkum pólitískum málflutningi," segir Atli. Atli var gestur þáttarins Í bítið í morgun á Bylgjunni þar sem hann og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu niðurstöðu kosninganna. Atla finnst Ólafur Ragnar hafa gengið mun lengra en fyrir forsetar þegar kemur að pólitískum afskiptum. „Hann var að tala mjög pólitísk og gekk lengra en fyrirrennarar hans hafa gert," segir Atli. „Hann var í díalóg við ríkisstjórn, hann var í deilu við forystumenn atvinnulífsins. Hann gekk mjög langt," segir hann. Ragnheiður segir það afar sérstakt að forsetinn hafi boðað til blaðamannafundar daginn eftir kosningarnar, sem voru haldnar í framhaldi af því að hann sjálfur neitaði að staðfesta Icesave-samninginn. Ragnheiður benti á að Icesave hefur klofið þjóðina í tvær fylkingar. „Mér fannst þetta persónulega ekki eiga við," segir Ragnheiður. Henni hefði fundist fara betur á því að ef forsetinn ætlaði að halda blaðamannafund um málið, að hann héldi hann síðar, en Ólafur Ragnar hélt sinn fund skömmu eftir að blaðamannafund ríkisstjórnarinnar. Þannig fannst Ragnheiði blasa við að ekkert samstarf hefði verið á milli skrifstofu forsetans og forsætisráðuneytisins. „Margt af því sem hann sagði var hins vegar mjög gott," segir hún. Umræður þeirra Atla og Ragnheiðar Í bítinu má hlusta á heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira