Lokað verður fyrir umferð niður Bankastræti, neðan Skólastrætis, í fyrramálið vegna framkvæmda á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu.
Yfirborð og snjóbræðsla hefur verið endurnýjuð á helmingi gatnamótanna og í fyrramálið hefst vinna við seinni helminginn.
Áhersla er lögð á að þessi vinna taki skamman tíma og verður henni lokið fyrir páska.
Endurgerð gatnamótanna er hluti af því að breyta Austurstræti í göngugötu.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á truflun vegna framkvæmdanna, en eru jafnframt beðnir um að sýna aðgát og virða afmörkun vinnusvæða.
Hluti Bankastrætis lokaður í fyrramálið
