Lífið

Lítríkt og glitrandi hjá Versace fyrir H&M

Selma Blair og Jennifer Hudson fylgdust spenntar með tískusýningunni.
Selma Blair og Jennifer Hudson fylgdust spenntar með tískusýningunni.
Tískuhúsið Versace er nýjasti samstarfsaðili sænska verslunarrisansHennes&Mauritz og á þriðjudagskvöldið var fatalínan frumsýnd með pompi og prakt í New York.

Sjálfur Prince tók lagið og var fremsti bekkurinn á sýningunni stjörnum prýddur, en þar mátti meðal annara sjá Gossip Girl-leikarana Blake Lively og Chace Crawford ásamt dönsku fyrirsætunni Helenu Christensen. Fatalínan, sem kemur í verslanir 17. nóvember, einkennist af litríkum munstrum, stuttum kjólum í gulli og silfri, og leðurjökkum.

Það er óhætt að fullyrða að raðir eiga eftir að myndast fyrir utan verslanir Hennes&Mauritz um allan heim, eins og venjan er þegar frægt tískuhús vinnur með verslanakeðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.