Innlent

Þarf að sitja inni og greiða fórnarlambinu tæpar fimm milljónir

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið íþróttamann fyrirvaralaust fyrir utan Monte Carlo á Laugaveginum, um síðustu áramót eins og fréttamiðlar greindu frá á þeim tíma. Þá er árásarmanninum gert að greiða manninum á fimmtu milljón króna.

Árásin var með öllu tilefnislaus en fórnarlambið féll í götuna við höggið og var færður meðvitundarlaus á spítala, þar sem hann var meðvitundarlaus í allnokkra daga á eftir. Fórnarlambið féll aftur fyrir sig við höggið og skall með hnakkann í jörðina. Við það brotnaði höfuðkúpan.

Árásarmaðurinn játaði sakagiftir og bótaskyldu að auki. Íþróttamaðurinn var þá búsettur í Kanada og var hvorki sjúkratryggður þar í landi né hér, var því sjúkrakostnaðurinn verulega hár.

Dómari héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi því árásarmanninn til þess að greiða honum tæplega fjórar og hálfa milljón í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×