Á skilorð fyrir myndatökur í sturtuklefum 3. ágúst 2011 05:00 Hin dæmdu sögðu í yfirheyrslum að þeim hefði verið illvært á Húsavík eftir að málið kom upp. Mynd/Vilhelm Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglingsstúlkum í upphafi ársins 2010. Stúlkan, sem þá var í kringum átján ára aldur, tók myndirnar að höfðu samráði við kærastann, sem er nokkrum árum eldri. Stúlkan stundaði knattspyrnu með Völsungi á Húsavík og tók myndirnar af öðrum stúlkum í liðinu, bæði í búningsklefanum á Húsavík og í keppnisferðum um landið, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Alls fundust í fórum þeirra tveggja 64 myndir af tíu fáklæddum eða nöktum stúlkum. Hin dæmdu báru að þau hefðu átt í erfiðleikum í sambandi sínu og í einhverju rifrildinu hefði sú hugmynd fæðst að hún tæki fyrir hann nektarmyndir af vinkonum sínum. Af því varð. Í yfirheyrslum sögðust bæði sjá mjög eftir athæfinu. Maðurinn sagði það eftir á að hyggja hafa verið „bull“ og honum til skammar, málið hefði haft hræðileg áhrif á líf sitt og liðið ár í lífi hans hefði verið „viðbjóður“, almannarómur á Húsavík væri harður og um hann hefðu gengið sögur sem hefðu orðið til þess að hann hefði fengið hótanir, verið kýldur og hrækt á hann. Hann hefði hrakist úr bænum um tíma. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að brotin verði á engan hátt afsökuð sem augnabliksdómgreindarleysi. Kærastinn hafi ekki gefið stúlkunni fyrirskipanir en þau beri þó jafna ábyrgð á skipulagningunni. Þau eru því dæmd á þriggja mánaða skilorð og til að greiða átta stúlknanna 200 þúsund krónur hverri í bætur. - sh Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglingsstúlkum í upphafi ársins 2010. Stúlkan, sem þá var í kringum átján ára aldur, tók myndirnar að höfðu samráði við kærastann, sem er nokkrum árum eldri. Stúlkan stundaði knattspyrnu með Völsungi á Húsavík og tók myndirnar af öðrum stúlkum í liðinu, bæði í búningsklefanum á Húsavík og í keppnisferðum um landið, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Alls fundust í fórum þeirra tveggja 64 myndir af tíu fáklæddum eða nöktum stúlkum. Hin dæmdu báru að þau hefðu átt í erfiðleikum í sambandi sínu og í einhverju rifrildinu hefði sú hugmynd fæðst að hún tæki fyrir hann nektarmyndir af vinkonum sínum. Af því varð. Í yfirheyrslum sögðust bæði sjá mjög eftir athæfinu. Maðurinn sagði það eftir á að hyggja hafa verið „bull“ og honum til skammar, málið hefði haft hræðileg áhrif á líf sitt og liðið ár í lífi hans hefði verið „viðbjóður“, almannarómur á Húsavík væri harður og um hann hefðu gengið sögur sem hefðu orðið til þess að hann hefði fengið hótanir, verið kýldur og hrækt á hann. Hann hefði hrakist úr bænum um tíma. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að brotin verði á engan hátt afsökuð sem augnabliksdómgreindarleysi. Kærastinn hafi ekki gefið stúlkunni fyrirskipanir en þau beri þó jafna ábyrgð á skipulagningunni. Þau eru því dæmd á þriggja mánaða skilorð og til að greiða átta stúlknanna 200 þúsund krónur hverri í bætur. - sh
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira