Segir gjaldeyristekjur 100 verkamanna jafngilda 800 í sauðfjárbúskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 19:30 Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í grein í Fréttablaðinu í morgun að forsvarsmenn bænda haldi því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningsbætur verið aflagðar 1992, en ekki sé allt sem sýnist. Útflutningstekjur vegna sauðfjárafurða hafi numið 2,75 milljörðum króna á síðasta ári en bændur fái á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá ríkinu til að skapa þessar tekjur. Þórólfur segir að það væri auðveldara fyrir hið opinbera að versla þessa milljarða í gjaldeyri beint við bankana en að „senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit." Þá segir Þórólfur að vegna rekstrarkostnaðar bænda séu hreinar gjaldeyristekjur frá sjónarhóli almennings um 0,45 milljarðar króna til 1,25 milljarðar. Um 800 manns vinni þessi störf og ætlar prófessorinn að bein og óbein verðmætasköpun 40-100 álverssstarfsmanna sé af svipaðri stærðargráðu. „Ef við horfum á þetta frá sjónarhóli þjóðarinnar, sem borgar fyrir beingreiðslurnar, þá er þetta augljóslega óhagkvæmt. Það væri miklu hagkvæmara að framleiða þessar útflutningstekjur með einhverjum öðrum hætti en að senda þær í gegnum landbúnaðarkerfið. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að þetta er hagkvæmt frá sjónarhóli kjötframleiðenda, vegna þess að með útflutningi er kjötið dregið af innlenda markaðnum og þar með hækkar verðið þar. Neytendur ættu, undir venjulegum kringumstæðum að flytja inn kjöt til þess að draga úr áhrifunum," segir Þórólfur. Bændum er tíðrætt um fæðuöryggi og það réttlæti beingreiðslur. „Við þurfum að taka þessa fæðuöryggisumræðu og fara í gegnum hana á vitrænum grundvelli. Við vitum það t.d að daginn sem olíuinnflutningur stöðvast til Íslands, þann dag stöðvast íslenskur landbúnaður. Ef við viljum tryggja fæðuöryggi, þá tryggjum við samgöngur til landsins og aðflutning á nauðsynlegustu aðföngum. Ég er ekki viss um að við gerum það með því að reisa tollmúra í kringum íslenskan landbúnað," segir Þórólfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.isGrein Þórólfs í Fréttablaðinu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Fimmtíu til hundrað verkamenn í álverum hér á landi skapa jafn miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið og um átta hundruð starfsmenn í sauðfjárbúskap, segir prófessor í hagfræði. Hann segir íslenska skattgreiðendur niðurgreiða útflutning á kindakjöti. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í grein í Fréttablaðinu í morgun að forsvarsmenn bænda haldi því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningsbætur verið aflagðar 1992, en ekki sé allt sem sýnist. Útflutningstekjur vegna sauðfjárafurða hafi numið 2,75 milljörðum króna á síðasta ári en bændur fái á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá ríkinu til að skapa þessar tekjur. Þórólfur segir að það væri auðveldara fyrir hið opinbera að versla þessa milljarða í gjaldeyri beint við bankana en að „senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit." Þá segir Þórólfur að vegna rekstrarkostnaðar bænda séu hreinar gjaldeyristekjur frá sjónarhóli almennings um 0,45 milljarðar króna til 1,25 milljarðar. Um 800 manns vinni þessi störf og ætlar prófessorinn að bein og óbein verðmætasköpun 40-100 álverssstarfsmanna sé af svipaðri stærðargráðu. „Ef við horfum á þetta frá sjónarhóli þjóðarinnar, sem borgar fyrir beingreiðslurnar, þá er þetta augljóslega óhagkvæmt. Það væri miklu hagkvæmara að framleiða þessar útflutningstekjur með einhverjum öðrum hætti en að senda þær í gegnum landbúnaðarkerfið. Hins vegar skulum við ekki gleyma því að þetta er hagkvæmt frá sjónarhóli kjötframleiðenda, vegna þess að með útflutningi er kjötið dregið af innlenda markaðnum og þar með hækkar verðið þar. Neytendur ættu, undir venjulegum kringumstæðum að flytja inn kjöt til þess að draga úr áhrifunum," segir Þórólfur. Bændum er tíðrætt um fæðuöryggi og það réttlæti beingreiðslur. „Við þurfum að taka þessa fæðuöryggisumræðu og fara í gegnum hana á vitrænum grundvelli. Við vitum það t.d að daginn sem olíuinnflutningur stöðvast til Íslands, þann dag stöðvast íslenskur landbúnaður. Ef við viljum tryggja fæðuöryggi, þá tryggjum við samgöngur til landsins og aðflutning á nauðsynlegustu aðföngum. Ég er ekki viss um að við gerum það með því að reisa tollmúra í kringum íslenskan landbúnað," segir Þórólfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.isGrein Þórólfs í Fréttablaðinu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira