Innlent

Slysið á Gullinbrú: Einn á gjörgæslu

MYND/Vilhelm
Einn liggur á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Gullinbrú um miðjan dag í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild og er gert ráð fyrir að einn þeirra fari heim í kvöld en klippum þurfti að beita til að ná tveimur farþeganna út.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður annars bílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hinum sem var að koma úr gagnstæðri átt. Vettvangur bar með sér að bíllinn hafi verið á mikill ferð og orðið stjórnlaus vegna vatns sem liggur í hjólförum. Báðir bílarnir voru afskráðir sem tjónabílar og fluttir af vettvangi með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×