Innlent

Lést í varðhaldi lögreglunnar

Fangaklefi. Þessi klefi er að vísu í Reykjavík en gefur ágæta mynd af aðbúnaði þeirra sem þurfa að sæta varðhaldi.
Fangaklefi. Þessi klefi er að vísu í Reykjavík en gefur ágæta mynd af aðbúnaði þeirra sem þurfa að sæta varðhaldi.
Karlmaður af pólskum uppruna lést í fangaklefa sínum á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu maðurinn hafi látist í þeirra umsjá, en ekki er vitað hvað dró manninn til dauða. Krufning mun leiða það í ljós.

Þá vildi lögreglan ekki gefa upp fyrir hvað maðurinn var í haldi, en embættið hyggst senda frá sér fréttatilkynningu um málið von bráðar.

Það er ríkissaksóknaraembættið sem fer með rannsókn málsins. Að sögn ríkissaksóknara er rannsóknin á frumstigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×