Hallar á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum Erla Hlynsdóttir skrifar 7. september 2011 20:28 Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. Þær bækur sem verst koma út í rannsókn Jafnréttisstofu eru Sögueyjan 1 og 2. Þetta eru nýjustu sögubækur Námsgagnastofnunar, gefnar út árið 2009 og 2010. Fimm konur fundust þó í þessum bókum. Kristín Linda Jónsdóttir, háskólanemi og starfsmaður Jafnréttisstofu, bendir á að þar er til dæmis mynd af Guðrúnu Ósvífursdóttur ásamt hinum fleygu orðum hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest". Kristín segir að hinar konurnar fjórar komi fyrir, til dæmis vegna þess að það eru birt ljóð eftir þær í bókunum og undirskrift þeirra er undir ljóðunum.„Óásættanlegt" „Þannig að þetta er náttúrulega alveg óásættanlegt að það sé verið að kenna börnunum okkar Íslandssöguna, frá landnámi til dagsins í dag, og kvenna er ekki getið," segir hún. Kristín Linda Jónsdóttir skoðaði allar þær ellefu námsbækur sem kenndar eru tíu til tólf ára börnum í sögu, með tilliti til birtingarmynda kynjanna. Hún sýnir fréttamanni atriðisorðaskrá úr Sögueyjunni 1. „Það er Ari, Árni, Árni, Bjarni, Björgvin, Björn. Svo er reyndar eitt sem mér finnst mjög sláandi, að hér, við hliðna á orðum eins og knerrir, kemur orðið konur, eins og þær séu eitthvað sérstakt fyrirbæri," segir hún og bendir á orðið „konur". Orðið „karlar" er hvergi að finna í atriðisorðaskránni. Kristín rannsakaði sögurbækur grunnskólanema í sumar á vegum Jafnréttisstofu. Hún komst að því að staðan er örlítið betri í eldri sögubókum, en heilt yfir er hún almennt mjög slæm þegar kemur að hluti kvenna.Eiginkonur, mæður og dætur Flestar nafngreindar konur í sögubókum eru kynntar sem eiginkonur, mæður og dætur, á meðan karlar eru flestir höfðingjar eða goðorðsmenn. Að mati Kristínar Lindu staðfesta og viðhalda sögubækurnar gömlum staðalmyndum og beita þöggun í stað þess að nýta þá þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum áratugum um sögu kynjanna, sérstaklega kvenna. Meðal þess sem Kristín Linda leggur til er að talað sé um landnámshjónin Ingólf og Hallveigu, í stað þess að tala aðeins um landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Hallveigarstaðir í Reykjavík eru nefndir eftir Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs.Erfiður málaflokkur Námsgagnastofnun gefur út allar þær ellefu sögubækur sem kenndar eru á miðstigi í grunnskólum, og rannsóknin tók til. Ingibjörg Ástgeirsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að þær verði teknar til endurskoðunar, þá sérstaklega bækurnar um Sögueyjuna. „Já, já. Við munum fara yfir þær. Þetta er þriggja bóka sería, þriðja bókin er enn ekki komin út þannig að við höfum tækifæri til að fara vel yfir hana og skoða hvort það er rúm fyrir fleiri konur þar, en við munum líka taka hinar tvær bækurnar til endurskoðunar," segir Ingibjörg Hún telur að vissulega megi gera betur á sumum stöðum. Hins vegar líti hún svo á að þarna sé ráðist að efni þar sem erfitt sé um vik að breyta miklu. „Við getum ekki skrifað Íslandssögu þar sem konur og karlar fá jafnan hlut. Sagan er ekki þannig," segir hún. Ingibjörg tekur fram að starfsmenn Námsgagnastofnunar hafi ákveðna jafnréttisstefnu til hliðsjónar í sínum störfum og að innan stofnunarinnar sé lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.Ráðherra lítur málið alvarlegum augum Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir helgina. Ráðherra lítur málið alvarlegum augum. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ráðherra líti niðurstöðurnar alvarlegum augum. Málið er enn á byrjunarstigi innan ráðuneytisins en Elías Jón segir að kannað verði hvernig það getur gerst að svo mjög halli á konur í sögubókum og að gripið verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.Hlusta á útvarpsfréttHorfa á sjónvarpsfrétt Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum. Þær bækur sem verst koma út í rannsókn Jafnréttisstofu eru Sögueyjan 1 og 2. Þetta eru nýjustu sögubækur Námsgagnastofnunar, gefnar út árið 2009 og 2010. Fimm konur fundust þó í þessum bókum. Kristín Linda Jónsdóttir, háskólanemi og starfsmaður Jafnréttisstofu, bendir á að þar er til dæmis mynd af Guðrúnu Ósvífursdóttur ásamt hinum fleygu orðum hennar: „Þeim var ég verst er ég unni mest". Kristín segir að hinar konurnar fjórar komi fyrir, til dæmis vegna þess að það eru birt ljóð eftir þær í bókunum og undirskrift þeirra er undir ljóðunum.„Óásættanlegt" „Þannig að þetta er náttúrulega alveg óásættanlegt að það sé verið að kenna börnunum okkar Íslandssöguna, frá landnámi til dagsins í dag, og kvenna er ekki getið," segir hún. Kristín Linda Jónsdóttir skoðaði allar þær ellefu námsbækur sem kenndar eru tíu til tólf ára börnum í sögu, með tilliti til birtingarmynda kynjanna. Hún sýnir fréttamanni atriðisorðaskrá úr Sögueyjunni 1. „Það er Ari, Árni, Árni, Bjarni, Björgvin, Björn. Svo er reyndar eitt sem mér finnst mjög sláandi, að hér, við hliðna á orðum eins og knerrir, kemur orðið konur, eins og þær séu eitthvað sérstakt fyrirbæri," segir hún og bendir á orðið „konur". Orðið „karlar" er hvergi að finna í atriðisorðaskránni. Kristín rannsakaði sögurbækur grunnskólanema í sumar á vegum Jafnréttisstofu. Hún komst að því að staðan er örlítið betri í eldri sögubókum, en heilt yfir er hún almennt mjög slæm þegar kemur að hluti kvenna.Eiginkonur, mæður og dætur Flestar nafngreindar konur í sögubókum eru kynntar sem eiginkonur, mæður og dætur, á meðan karlar eru flestir höfðingjar eða goðorðsmenn. Að mati Kristínar Lindu staðfesta og viðhalda sögubækurnar gömlum staðalmyndum og beita þöggun í stað þess að nýta þá þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum áratugum um sögu kynjanna, sérstaklega kvenna. Meðal þess sem Kristín Linda leggur til er að talað sé um landnámshjónin Ingólf og Hallveigu, í stað þess að tala aðeins um landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Hallveigarstaðir í Reykjavík eru nefndir eftir Hallveigu Fróðadóttur, eiginkonu Ingólfs.Erfiður málaflokkur Námsgagnastofnun gefur út allar þær ellefu sögubækur sem kenndar eru á miðstigi í grunnskólum, og rannsóknin tók til. Ingibjörg Ástgeirsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að þær verði teknar til endurskoðunar, þá sérstaklega bækurnar um Sögueyjuna. „Já, já. Við munum fara yfir þær. Þetta er þriggja bóka sería, þriðja bókin er enn ekki komin út þannig að við höfum tækifæri til að fara vel yfir hana og skoða hvort það er rúm fyrir fleiri konur þar, en við munum líka taka hinar tvær bækurnar til endurskoðunar," segir Ingibjörg Hún telur að vissulega megi gera betur á sumum stöðum. Hins vegar líti hún svo á að þarna sé ráðist að efni þar sem erfitt sé um vik að breyta miklu. „Við getum ekki skrifað Íslandssögu þar sem konur og karlar fá jafnan hlut. Sagan er ekki þannig," segir hún. Ingibjörg tekur fram að starfsmenn Námsgagnastofnunar hafi ákveðna jafnréttisstefnu til hliðsjónar í sínum störfum og að innan stofnunarinnar sé lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.Ráðherra lítur málið alvarlegum augum Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir helgina. Ráðherra lítur málið alvarlegum augum. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ráðherra líti niðurstöðurnar alvarlegum augum. Málið er enn á byrjunarstigi innan ráðuneytisins en Elías Jón segir að kannað verði hvernig það getur gerst að svo mjög halli á konur í sögubókum og að gripið verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.Hlusta á útvarpsfréttHorfa á sjónvarpsfrétt
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira