Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að stjórnlagaþingsfulltrúarnir hittust á fundi í gær og ræddu um hugmynd Stefáns Ólafssonar prófessors um að Alþingi veiti þinginu heimild til að koma saman og semja drög að nýrri stjórnarskrá. Drögin yrðu þá lögð fyrir þjóðina sem fengi að greiða atkvæði um málið áður en Alþingi tekur það fyrir. Að sögn stjórnlagaþingsfulltrúa tóku flestir fulltrúarnir vel í þessa hugmynd en ætla má að hún verði borin undir ráðherrann í dag.
