Vilja semja stjórnarskrá 29. janúar 2011 18:50 Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson voru í hópi þeirra sem náðu kjöri í kosningunum á síðasta ári. Mynd/Anton Brink Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink
Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36