Vilja semja stjórnarskrá 29. janúar 2011 18:50 Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson voru í hópi þeirra sem náðu kjöri í kosningunum á síðasta ári. Mynd/Anton Brink Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir komu saman í morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosninguna. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði forsætisráðherra að stefnt yrði að því að kosið yrði aftur til stjórnlagaþings en hins vegar lægi fyrirkomulag kosninganna ekki fyrir. Á fundinum í morgun kom hins vegar fram hugmynd frá Stefáni Ólafssyni prófessor þess efnis að Alþingi skipaði þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í nóvember í sérstaka nefnd, þrátt fyrir að kosning þeirra sé nú ógild. Nefndin fengi það hlutverk að semja drög að nýrri stjórnarskrá sem lögð yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin samþykkir stjórnarskrárdrögin yrði þeim vísað til Alþingis sem þá mundi fjalla um málið. Eiríkur Bergmann, stjórnlagaþingsfulltrúi og stjórnmálafræðingur, segir þessa leið gera það að verkum að stjórnlagaþingið sitji í skjóli þjóðarinnar en ekki Alþingis. „Þjóðin hefði auðvitað síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem raunar stjórnarskipunarlega yrði alltaf ráðgefandi en væntanlega pólitískt ansi bindandi fyrir Alþingi." Eiríkur segist hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast væri að boða til nýrra kosninga en þessi hugmynd breyti afstöðu hans í því máli. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem fréttastofan hefur rætt við í dag hafa almennt verið jákvæðir gagnvart hugmyndinni. „Þessi þjóðaratkvæðagreiðsluviðbót breytti mjög afstöðu manna til hugmyndarinnar um Alþingisskipun inn á þetta þing. Það var í rauninni beinlíns engin sem hafnaði hafnaði þessari leið," segir Eiríkur. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, mun funda með stjórnlagaþingsfulltrúum á morgun, en samkvæmt heimildum fréttastofu verður þessi hugmynd borin undir ráðherrann. Ómar Ragnarsson, Salvör Nordal og Eiríkur Bergmann Einarsson. Mynd/Anton Brink
Tengdar fréttir Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36