Innlent

Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram

Ómar Ragnarsson var í hópi þeirra sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið.
Ómar Ragnarsson var í hópi þeirra sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið. Mynd/Daníel Rúnarsson
„Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna.

Fulltrúarnir komu saman í húsnæði stjórnlagaþings í Ofanleiti og funduðu í fyrstu með Þorsteini Magnússyni, formanni undirbúningsnefndarinnar. Af þeim fundi loknum settust fulltrúarnir niður og ræddu málin ennfrekar.

„Flest voru á því að við værum þolendur en ekki gerendur," segir Ómar. Hvað framhaldið varðar segir Ómar að fulltrúarnir útiloki ekki neitt fyrirfram. Stjórnvöld bera hins vegar ábyrgð á því að finna lausn í málinu.

Þá segir Ómar: „Ég get að sjálfsögðu bara talað fyrir sjálfan en aðalatriðið er að stjórnlagaþingið verði haldið."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×