„Ég er enn að bíða“ 30. janúar 2011 15:51 Inga Lind Karlsdóttir. Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég vildi fá svör strax því mér finnst standa upp á stjórnvöld að koma með einhverja lausn. Þau hafa ekki svarað okkur en ætla nú fyrst á sunnudegi að fá að tala við okkur," segir Inga Lind Karlsdóttir, stjórnlagaþingsfulltrúi. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir eiga fund með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, á eftir. Fulltrúarnir ætla að ræða við Ögmund um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar. Fundurinn hefst klukkan 16 og verður haldinn í Ofanleiti þar sem stjórnlagaþingið hefur vinnuaðstöðu. Inga Lind kemst ekki á fundinn þar sem hún er veðurteppt á Akureyri eftir að Öxnadalsheiði var lokað vegna ófærðar. Þegar ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir kallaði Inga Lind eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda. Hún segir stjórnlagaþingsfulltrúana ekki fengið nein svör. „Ég átta mig ekki á því hvað þau ætla að gera í stöðunni. Ég er enn að bíða." Jafnframt segir hún: „Ég get ekkert ákveðið hvað ég geri fyrr en að sé hver viðbrögð stjórnvalda verða. Ég er ekkert rosalega hrifin af þeim uppástungum sem komið hafa um að sniðganga niðurstöðu Hæstaréttar og halda þingið samt. Það hugnast mér ekkert sérstaklega vel." Tengdar fréttir „Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03 Ef um svindl væri að ræða ætti einhver að axla ábyrgð Innanríkisráðherra segir stjórnarmeirihlutann staðráðinn í að stjórnlagaþing verði haldið og kjósa þurfi aftur til þess. Hann segir engan hafa gert athugasemdir við frumvarp um framkvæmd kosninganna, heldur hafi menn deilt um hvort yfirleitt ætti að boða til stjórnlagaþings. 26. janúar 2011 18:40 Fulltrúi á stjórnlagaþingi: Ólétt og atvinnulaus Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði. Hún eyddi sparifénu í kosningabaráttuna, tók sér frí frá námi og situr nú ólétt heima. Hún íhugar að leita réttar síns og vonar að einhver grípi inn í. 26. janúar 2011 12:16 Stjórnlagaþingfulltrúar funda með ráðherra Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 funda með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, í dag. Þar munu fulltrúarnir ræða við ráðherrann um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningu þeirra. 30. janúar 2011 10:04 Jón sagði já en meinti nei Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði mistök þegar atkvæði voru greidd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing aðfaranótt 16. júní síðastliðið sumar. Jón var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með málinu. Óli Björn Kárason sagði nei en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá eða voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. 27. janúar 2011 08:00 Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05 Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 „Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59 Vilja semja stjórnarskrá Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. 29. janúar 2011 18:50 „Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. 25. janúar 2011 17:25 Þingmenn sameinist um stjórnlagaþing Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir eðlilegt að stjórnarþingmenn og þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu sameinist um nýtt frumvarp til laga um stórnlagaþing eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. 29. janúar 2011 12:18 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Ég vildi fá svör strax því mér finnst standa upp á stjórnvöld að koma með einhverja lausn. Þau hafa ekki svarað okkur en ætla nú fyrst á sunnudegi að fá að tala við okkur," segir Inga Lind Karlsdóttir, stjórnlagaþingsfulltrúi. Stjórnlagaþingsfulltrúarnir eiga fund með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, á eftir. Fulltrúarnir ætla að ræða við Ögmund um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar. Fundurinn hefst klukkan 16 og verður haldinn í Ofanleiti þar sem stjórnlagaþingið hefur vinnuaðstöðu. Inga Lind kemst ekki á fundinn þar sem hún er veðurteppt á Akureyri eftir að Öxnadalsheiði var lokað vegna ófærðar. Þegar ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir kallaði Inga Lind eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda. Hún segir stjórnlagaþingsfulltrúana ekki fengið nein svör. „Ég átta mig ekki á því hvað þau ætla að gera í stöðunni. Ég er enn að bíða." Jafnframt segir hún: „Ég get ekkert ákveðið hvað ég geri fyrr en að sé hver viðbrögð stjórnvalda verða. Ég er ekkert rosalega hrifin af þeim uppástungum sem komið hafa um að sniðganga niðurstöðu Hæstaréttar og halda þingið samt. Það hugnast mér ekkert sérstaklega vel."
Tengdar fréttir „Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03 Ef um svindl væri að ræða ætti einhver að axla ábyrgð Innanríkisráðherra segir stjórnarmeirihlutann staðráðinn í að stjórnlagaþing verði haldið og kjósa þurfi aftur til þess. Hann segir engan hafa gert athugasemdir við frumvarp um framkvæmd kosninganna, heldur hafi menn deilt um hvort yfirleitt ætti að boða til stjórnlagaþings. 26. janúar 2011 18:40 Fulltrúi á stjórnlagaþingi: Ólétt og atvinnulaus Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði. Hún eyddi sparifénu í kosningabaráttuna, tók sér frí frá námi og situr nú ólétt heima. Hún íhugar að leita réttar síns og vonar að einhver grípi inn í. 26. janúar 2011 12:16 Stjórnlagaþingfulltrúar funda með ráðherra Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 funda með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, í dag. Þar munu fulltrúarnir ræða við ráðherrann um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningu þeirra. 30. janúar 2011 10:04 Jón sagði já en meinti nei Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði mistök þegar atkvæði voru greidd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing aðfaranótt 16. júní síðastliðið sumar. Jón var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með málinu. Óli Björn Kárason sagði nei en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá eða voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. 27. janúar 2011 08:00 Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05 Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36 „Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59 Vilja semja stjórnarskrá Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. 29. janúar 2011 18:50 „Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. 25. janúar 2011 17:25 Þingmenn sameinist um stjórnlagaþing Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir eðlilegt að stjórnarþingmenn og þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu sameinist um nýtt frumvarp til laga um stórnlagaþing eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. 29. janúar 2011 12:18 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03
Ef um svindl væri að ræða ætti einhver að axla ábyrgð Innanríkisráðherra segir stjórnarmeirihlutann staðráðinn í að stjórnlagaþing verði haldið og kjósa þurfi aftur til þess. Hann segir engan hafa gert athugasemdir við frumvarp um framkvæmd kosninganna, heldur hafi menn deilt um hvort yfirleitt ætti að boða til stjórnlagaþings. 26. janúar 2011 18:40
Fulltrúi á stjórnlagaþingi: Ólétt og atvinnulaus Hin tuttugu og fjögurra ára gamla Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem náði kjöri á stjórnlagaþing, segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði. Hún eyddi sparifénu í kosningabaráttuna, tók sér frí frá námi og situr nú ólétt heima. Hún íhugar að leita réttar síns og vonar að einhver grípi inn í. 26. janúar 2011 12:16
Stjórnlagaþingfulltrúar funda með ráðherra Stjórnlagaþingsfulltrúarnir 25 funda með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, í dag. Þar munu fulltrúarnir ræða við ráðherrann um þá stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar um að ógilda kosningu þeirra. 30. janúar 2011 10:04
Jón sagði já en meinti nei Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði mistök þegar atkvæði voru greidd um frumvarp til laga um stjórnlagaþing aðfaranótt 16. júní síðastliðið sumar. Jón var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með málinu. Óli Björn Kárason sagði nei en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá eða voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. 27. janúar 2011 08:00
Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05
Stjórnlagaþingmenn funduðu í dag: Útilokum ekki neitt fyrirfram „Við áttum fyrst fund með undirbúningsnefndinni til þess að hún gæti fengið viðbrögð okkar við þessu ástandi," segir Ómar Ragnarsson sem var einn þeirra sem náði kjöri í stjórnlagaþingskosningunum í haust. 22 af 25 fulltrúum áttu fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna sem upp er komin eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna. 29. janúar 2011 16:36
„Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59
Vilja semja stjórnarskrá Stjórnlagaþingsfulltrúar vilja að Alþingi veiti sér heimild til að koma saman og leggja drög að nýrri stjórnarskrá sem kosið yrði um í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi fjallaði um málið. Þetta kom fram á fundi stjórnlagaþingsfulltrúa í morgun. 29. janúar 2011 18:50
„Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. 25. janúar 2011 17:25
Þingmenn sameinist um stjórnlagaþing Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir eðlilegt að stjórnarþingmenn og þingmenn úr röðum stjórnarandstöðu sameinist um nýtt frumvarp til laga um stórnlagaþing eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninganna. 29. janúar 2011 12:18