Gullgæsir sækja um ríkisborgararétt Erla Hlynsdóttir skrifar 31. mars 2011 11:34 Lögfræðingurinn David S. Lesperance er í forsvari fyrir þann hóp fjárfesta sem hér hefur sótt um ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta á Íslandi í stórum stíl. Þetta staðfestir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, í samtali við fréttastofu. Lesperance hefur sérhæft sig í ráðgjöf til auðmanna um hvernig þeir geta fengið ríkisborgararétt í löndum þar sem skattkerfið er þeim hagstætt, og aðstoðar þá við að koma sér upp svokölluðu Passport portfolio. Þannig geta auðmennirnir nýtt sér það besta úr kerfi hvers lands sem þeir hafa ríkisborgararétt í þegar kemur að skattalegri meðferð Hann heldur úti nokkrum vefsíðum, meðal annars síðun sem ber heitið The flight of the golden gees og útleggst á íslensku sem Flug gullgæsanna. Með því að smella tengilinn hér að ofan er hægt að horfa á litla teiknimynd, með ensku tali og birt á einum vefja Lesperance, þar sem sögð er saga af gullgæs sem ber af hinum dýrunum á bóndabænum og þarf að deila gulleggjunum sínum með hinum dýrunum. Hún kemst síðan í kynni við hóp annarra gullgæsa sem allar eru á leið á bóndabæ þar sem þær fá að halda stærri hluta af gulleggjum sínum, og slæst í hópinn. Spurður hvort hann þekki til starfsemi Lesperance sagði Róbert ekki vilja tjá sig um hana þar sem allsherjarnefnd hafi ekkert fjallað um málið. Það verði hins vegar að öllum líkindum gert um miðjan apríl. Þeir tíu einstaklingar sem Lesperance vinnur nú fyrir, og hafa sótt hér um ríkisborgararétt, heita: Aaron Robert Thane Ritchie Rodney Chadwick Muse Patrick Charles Egan David Joseph Steinberg Christopher Bailey Madison Calvin Wilson Alexey Viktorovich Maslov Peter Kadas Patrick Hoiland Sandra Jean Houston Tengdar fréttir Hópurinn vildi ríkisborgararétt strax í desember Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt fyrir stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði "alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir." 31. mars 2011 09:43 Róbert Marshall: Ekki verið að selja Ísland „Við höfum enn ekkert fjallað um þessar umsóknir," segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Lögmaður tíu manna hóps fjárfesta hefur skrifað formanni allsherjarnefndar bréf þar sem þrýst er á að nefndin taki umsóknirnar fyrir. Innanríkisráðuneytið hefur haft umsóknirnar til umfjöllunar og óskað eftir viðbótargögnum sem ekki hefur verið skilað. Lögmaður hópsins segir kröfur ráðuneytisins í samræmi við lög og reglur. Róbert segir að nefndin geri ráð fyrir að fjalla um umsóknirnar um miðjan apríl, eftir rúman hálfan mánuð. Bréfið sem lögmaðurinn sendi Róbert, og birt var á Eyjunni í morgun, var dagsett 7. febrúar. Þar kemur fram að hópurinn hafi reiknað með að Alþingi myndi taka umsóknirnar fyrir í desember, þegar aðrar umsóknir voru afgreiddar. Spurður hvort ekki megi skilja bréfið þannig að þrýst sé á allsherjarnefnd að taka umsóknirnar fyrir sem fyrst, segir Róbert: „Það getur verið að einhver hafi einhverjar meiningar um það, en það er ekkert sem við verðum við. Þetta tekur allt tíma," segir Róbert og bendir á að fjöldi annarra mála bíði afgreiðslu hjá allsherjarnefnd. Í Kastljósi í gær kom fram að umræddir fjárfestar hefðu sérstakan áhuga á endurnýjanlegri orku og fjárfestingum í þeim geira á Íslandi. Netheimar tóku hratt við sér í framhaldinu og virtust margir óttast að hér voru komnir aðilar sem ætluðu að sölsa undir sig íslenskar orkuauðlindir. Spurður hvort hann telji ástæðu fyrir fólk til að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja Ísland með þessum hætti, segir Róbert: „Það er algjörlega út í hött. Það er enginn að tala um neitt slíkt. Við erum ekki með ríkisborgararétt til sölu. Allt tal um að það sé verið að fara að selja orkuauðlindir eða landið á bara ekki við neinn rök að styðjast." Sem fyrr vísar hann til þess að einstaklingar sem teljast vera akkur fyrir Ísland hafa í gegn um tíðina fengið undanþágur frá hefðbundinni afgreiðslu á umsóknum um ríkisborgararétt, til að mynda ef fólk telst bera af í listum eða íþróttum. Í framhaldinu þurfi nú að meta hvort við viljum fá inn fjárfesta á þessum sama grundvelli. 31. mars 2011 11:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lögfræðingurinn David S. Lesperance er í forsvari fyrir þann hóp fjárfesta sem hér hefur sótt um ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta á Íslandi í stórum stíl. Þetta staðfestir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, í samtali við fréttastofu. Lesperance hefur sérhæft sig í ráðgjöf til auðmanna um hvernig þeir geta fengið ríkisborgararétt í löndum þar sem skattkerfið er þeim hagstætt, og aðstoðar þá við að koma sér upp svokölluðu Passport portfolio. Þannig geta auðmennirnir nýtt sér það besta úr kerfi hvers lands sem þeir hafa ríkisborgararétt í þegar kemur að skattalegri meðferð Hann heldur úti nokkrum vefsíðum, meðal annars síðun sem ber heitið The flight of the golden gees og útleggst á íslensku sem Flug gullgæsanna. Með því að smella tengilinn hér að ofan er hægt að horfa á litla teiknimynd, með ensku tali og birt á einum vefja Lesperance, þar sem sögð er saga af gullgæs sem ber af hinum dýrunum á bóndabænum og þarf að deila gulleggjunum sínum með hinum dýrunum. Hún kemst síðan í kynni við hóp annarra gullgæsa sem allar eru á leið á bóndabæ þar sem þær fá að halda stærri hluta af gulleggjum sínum, og slæst í hópinn. Spurður hvort hann þekki til starfsemi Lesperance sagði Róbert ekki vilja tjá sig um hana þar sem allsherjarnefnd hafi ekkert fjallað um málið. Það verði hins vegar að öllum líkindum gert um miðjan apríl. Þeir tíu einstaklingar sem Lesperance vinnur nú fyrir, og hafa sótt hér um ríkisborgararétt, heita: Aaron Robert Thane Ritchie Rodney Chadwick Muse Patrick Charles Egan David Joseph Steinberg Christopher Bailey Madison Calvin Wilson Alexey Viktorovich Maslov Peter Kadas Patrick Hoiland Sandra Jean Houston
Tengdar fréttir Hópurinn vildi ríkisborgararétt strax í desember Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt fyrir stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði "alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir." 31. mars 2011 09:43 Róbert Marshall: Ekki verið að selja Ísland „Við höfum enn ekkert fjallað um þessar umsóknir," segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Lögmaður tíu manna hóps fjárfesta hefur skrifað formanni allsherjarnefndar bréf þar sem þrýst er á að nefndin taki umsóknirnar fyrir. Innanríkisráðuneytið hefur haft umsóknirnar til umfjöllunar og óskað eftir viðbótargögnum sem ekki hefur verið skilað. Lögmaður hópsins segir kröfur ráðuneytisins í samræmi við lög og reglur. Róbert segir að nefndin geri ráð fyrir að fjalla um umsóknirnar um miðjan apríl, eftir rúman hálfan mánuð. Bréfið sem lögmaðurinn sendi Róbert, og birt var á Eyjunni í morgun, var dagsett 7. febrúar. Þar kemur fram að hópurinn hafi reiknað með að Alþingi myndi taka umsóknirnar fyrir í desember, þegar aðrar umsóknir voru afgreiddar. Spurður hvort ekki megi skilja bréfið þannig að þrýst sé á allsherjarnefnd að taka umsóknirnar fyrir sem fyrst, segir Róbert: „Það getur verið að einhver hafi einhverjar meiningar um það, en það er ekkert sem við verðum við. Þetta tekur allt tíma," segir Róbert og bendir á að fjöldi annarra mála bíði afgreiðslu hjá allsherjarnefnd. Í Kastljósi í gær kom fram að umræddir fjárfestar hefðu sérstakan áhuga á endurnýjanlegri orku og fjárfestingum í þeim geira á Íslandi. Netheimar tóku hratt við sér í framhaldinu og virtust margir óttast að hér voru komnir aðilar sem ætluðu að sölsa undir sig íslenskar orkuauðlindir. Spurður hvort hann telji ástæðu fyrir fólk til að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja Ísland með þessum hætti, segir Róbert: „Það er algjörlega út í hött. Það er enginn að tala um neitt slíkt. Við erum ekki með ríkisborgararétt til sölu. Allt tal um að það sé verið að fara að selja orkuauðlindir eða landið á bara ekki við neinn rök að styðjast." Sem fyrr vísar hann til þess að einstaklingar sem teljast vera akkur fyrir Ísland hafa í gegn um tíðina fengið undanþágur frá hefðbundinni afgreiðslu á umsóknum um ríkisborgararétt, til að mynda ef fólk telst bera af í listum eða íþróttum. Í framhaldinu þurfi nú að meta hvort við viljum fá inn fjárfesta á þessum sama grundvelli. 31. mars 2011 11:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Hópurinn vildi ríkisborgararétt strax í desember Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt fyrir stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði "alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir." 31. mars 2011 09:43
Róbert Marshall: Ekki verið að selja Ísland „Við höfum enn ekkert fjallað um þessar umsóknir," segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Lögmaður tíu manna hóps fjárfesta hefur skrifað formanni allsherjarnefndar bréf þar sem þrýst er á að nefndin taki umsóknirnar fyrir. Innanríkisráðuneytið hefur haft umsóknirnar til umfjöllunar og óskað eftir viðbótargögnum sem ekki hefur verið skilað. Lögmaður hópsins segir kröfur ráðuneytisins í samræmi við lög og reglur. Róbert segir að nefndin geri ráð fyrir að fjalla um umsóknirnar um miðjan apríl, eftir rúman hálfan mánuð. Bréfið sem lögmaðurinn sendi Róbert, og birt var á Eyjunni í morgun, var dagsett 7. febrúar. Þar kemur fram að hópurinn hafi reiknað með að Alþingi myndi taka umsóknirnar fyrir í desember, þegar aðrar umsóknir voru afgreiddar. Spurður hvort ekki megi skilja bréfið þannig að þrýst sé á allsherjarnefnd að taka umsóknirnar fyrir sem fyrst, segir Róbert: „Það getur verið að einhver hafi einhverjar meiningar um það, en það er ekkert sem við verðum við. Þetta tekur allt tíma," segir Róbert og bendir á að fjöldi annarra mála bíði afgreiðslu hjá allsherjarnefnd. Í Kastljósi í gær kom fram að umræddir fjárfestar hefðu sérstakan áhuga á endurnýjanlegri orku og fjárfestingum í þeim geira á Íslandi. Netheimar tóku hratt við sér í framhaldinu og virtust margir óttast að hér voru komnir aðilar sem ætluðu að sölsa undir sig íslenskar orkuauðlindir. Spurður hvort hann telji ástæðu fyrir fólk til að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja Ísland með þessum hætti, segir Róbert: „Það er algjörlega út í hött. Það er enginn að tala um neitt slíkt. Við erum ekki með ríkisborgararétt til sölu. Allt tal um að það sé verið að fara að selja orkuauðlindir eða landið á bara ekki við neinn rök að styðjast." Sem fyrr vísar hann til þess að einstaklingar sem teljast vera akkur fyrir Ísland hafa í gegn um tíðina fengið undanþágur frá hefðbundinni afgreiðslu á umsóknum um ríkisborgararétt, til að mynda ef fólk telst bera af í listum eða íþróttum. Í framhaldinu þurfi nú að meta hvort við viljum fá inn fjárfesta á þessum sama grundvelli. 31. mars 2011 11:07