Hópurinn vildi ríkisborgararétt strax í desember Erla Hlynsdóttir skrifar 31. mars 2011 09:43 Innanríkisráðuneytið hefur krafið umsækjendurna um viðbótargögn vegna umsóknanna. Lögmaður þeirra segir ráðuneytið þannig leggja stein í götu umsækjendanna Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði „alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir." Þetta segir í bréfi sem Nordik lögfræðiþjónusta sendi Róbert Marshall, formanni allsherjarnefndar, þann 7. febrúar. Undir bréfið skrifar lögmaðurinn Einar Páll Tamimi. Lára Hanna Einarsdóttir birtir þetta bréf í heild sinni á Eyjunni. Fyrst var fjallað um málið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær þar sem Helgi Seljan var með ítarlega umfjöllun. Þar kom fram að um er að ræða tíu manna hóp sem hefur mikinn áhuga á endurnýjanlegri orku og vill fjárfesta á íslandi, meðal annars í orkufyrirtækjum og netþjónabúum.Gagnrýna kröfur innanríkisráðuneytisins Í umræddu bréfi eru vinnubrögð innanríkisráðuneytisins harðlega gagnrýnd, eins og Kastljós greindi frá. Ráðuneytið krafðist þess að umsækjendur létu þau börn sem sótt er um ríkisborgararétt fyrir, og eru á aldrinum 12 til 18 ára, skrifuðu sjálf undir umsóknirnar ásamt foreldrum sínum. Einar Páll segir þetta ekki eiga sér neina lagalega stoð. Þá vildi ráðuneytið einnig fá umsagnir lögregluyfirvalda á dvalarstað umsækjenda. Lögmaður tímenninganna segir þessa kröfu með ólíkindum og telur að afhending slíkra gagna af hálfu erlendra lögregluyfirvalda væri hreinlega brot á friðhelgi einkalífsins. Ráðuneytið hefur sömuleiðis óskað eftir sakavottorði umsækjendanna frá heimalandi þeirra. Einar Páll segir í bréfinu að enginn lagagrundvöllur sé fyrir því og bendir á að með umsóknunum fylgi skýrslur um bakgrunn um þessara einstaklinga frá Navigant og Kroll.Vona að allsherjarnefnd treysti sér í verkið „Það er von umbjóðenda undirritaðs að allsherjarnefnd treysti sér til að taka afstöðu til umsókna þeirra við fyrsta tækifæri, hvort sem þær yrðu þá afgreiddar sérstaklega eða með öðrum umsóknum," segir í lok bréfsins sem dagsett er fyrir sjö vikum. Umfjöllun Láru Hönnu um málið má lesa með því að smella hér.Hér er síðan hægt að horfa á upptökur úr Kastljósþættinum frá í gær. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Hópur erlendra ríkisborgara sem sótt hefur um íslenskan ríkisborgararétt stefndi að því að fá Alþingi til að taka umsóknirnar til afgreiðslu í desember 2010, þegar aðrar umsóknir um ríkisborgararétt fengu umfjöllun. Það gekk ekki eftir því innanríkisráðuneytið lagði „alla mögulega steina í götu þess að Alþingi fengi að fjalla um framangreindar umsóknir." Þetta segir í bréfi sem Nordik lögfræðiþjónusta sendi Róbert Marshall, formanni allsherjarnefndar, þann 7. febrúar. Undir bréfið skrifar lögmaðurinn Einar Páll Tamimi. Lára Hanna Einarsdóttir birtir þetta bréf í heild sinni á Eyjunni. Fyrst var fjallað um málið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær þar sem Helgi Seljan var með ítarlega umfjöllun. Þar kom fram að um er að ræða tíu manna hóp sem hefur mikinn áhuga á endurnýjanlegri orku og vill fjárfesta á íslandi, meðal annars í orkufyrirtækjum og netþjónabúum.Gagnrýna kröfur innanríkisráðuneytisins Í umræddu bréfi eru vinnubrögð innanríkisráðuneytisins harðlega gagnrýnd, eins og Kastljós greindi frá. Ráðuneytið krafðist þess að umsækjendur létu þau börn sem sótt er um ríkisborgararétt fyrir, og eru á aldrinum 12 til 18 ára, skrifuðu sjálf undir umsóknirnar ásamt foreldrum sínum. Einar Páll segir þetta ekki eiga sér neina lagalega stoð. Þá vildi ráðuneytið einnig fá umsagnir lögregluyfirvalda á dvalarstað umsækjenda. Lögmaður tímenninganna segir þessa kröfu með ólíkindum og telur að afhending slíkra gagna af hálfu erlendra lögregluyfirvalda væri hreinlega brot á friðhelgi einkalífsins. Ráðuneytið hefur sömuleiðis óskað eftir sakavottorði umsækjendanna frá heimalandi þeirra. Einar Páll segir í bréfinu að enginn lagagrundvöllur sé fyrir því og bendir á að með umsóknunum fylgi skýrslur um bakgrunn um þessara einstaklinga frá Navigant og Kroll.Vona að allsherjarnefnd treysti sér í verkið „Það er von umbjóðenda undirritaðs að allsherjarnefnd treysti sér til að taka afstöðu til umsókna þeirra við fyrsta tækifæri, hvort sem þær yrðu þá afgreiddar sérstaklega eða með öðrum umsóknum," segir í lok bréfsins sem dagsett er fyrir sjö vikum. Umfjöllun Láru Hönnu um málið má lesa með því að smella hér.Hér er síðan hægt að horfa á upptökur úr Kastljósþættinum frá í gær.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira