Innlent

Quarashi undirbýr endurkomu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Quarashi fagnar því í ár að fimmtán ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar komu fyrst saman. Vísir hefur heimildir fyrir því að af þessu tilefni muni hljómsveitin vera að íhuga að koma saman að nýju í eitt skipti í sumar.

Um verður að ræða tónleika á útihátíð aðra helgina í júlí sem heitir Besta útihátíðin. Það verða upphaflegir meðlimir sveitarinnar sem munu koma saman, þeir Sölvi Blöndal, Steinar Fjeldsted, Höskuldur Ólafsson og Ómar Örn Hauksson.

Mynd tekin á einum af risatónleikum Quarashi í Japan.
Hljómsveitin Quarashi hætti að koma reglulega saman árið 2005. Þá höfðu þeir reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og slegið rækilega í gegn í Japan. Þeir gáfu út sex hljómplötur.

Meðlimir Quarashi vildu ekkert tjá sig um málið þegar Vísir leitaði viðbragða þeirra.

Þeir sem eru óþreyjufullir geta stytt sér stundir með því að hlusta á lagið Mr. Jinx sem fylgir í myndskeiði með þessari frétt.

Hér má svo skoða fésbókarsíðu Bestu útihátíðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×