Þörf á unglingafangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2011 13:43 Mikið álag er á Stuðlum og oft eru öll pláss þar full. Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira