Þörf á unglingafangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2011 13:43 Mikið álag er á Stuðlum og oft eru öll pláss þar full. Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira