Þörf á unglingafangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2011 13:43 Mikið álag er á Stuðlum og oft eru öll pláss þar full. Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann. „Þá þarf það að gerast að menn þurfa að vera með tiltækt úrræði fyrir unga afbrotamenn sem hlotið hafa óskilorðsbundna dóma," segir Bragi. Sú tillaga gangi út á að það verði komið á fót nýju meðferðarheimili sem verði með stigskipta þjónustu þar sem verði lokuð eining og opin eining. Þarna verði jafnframt megináhersla lögð á vímuefnameðferð og möguleikar á að vista þá einstaklinga sem hlotið hafa dóma og/eða úrskurðaðir í gæsluvarðhald Bragi segir að nú sé þegar fyrir hendi samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar þar sem boðið er upp á þessa úrlausn en hún sé algerlega háð því að einstaklingurinn vilji meðferð og sé tilbúinn til þess að taka þátt í henni. „En ef af þessari lagabreytingu verður þurfum við að vera í stakk búin til þess að taka við öllum, alveg óháð því hvort þeir eru viljugir til þess að taka þátt í meðferðinni," segir Bragi. Hann segir að það sé fámennur hópur sem þurfi þessa þjónustu. Um sé að ræða um fimm til tíu einstaklinga á hverjum tíma að jafnaði.Mikið álag á Stuðlum Nú þegar er rekið meðferðarheimilið Stuðlar, að Fossaleyni í Reykjavík, en þar afplána unglingar ekki fangelsisdóma. Mikið álag er á Stuðlum og jafnan biðlistar. Tölfræði Barnaverndarstofu bendir til þess að þeir sem endi á neyðarvistun Stuðla séu í mörgum tilvikum unglingar sem hafi verið áður í meðferð á Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum en hafi ekki náð að fóta sig eftir meðferð. Þess vegna leggur Barnaverndarstofa líka til að núverandi kerfi verði styrkt frekar þannig að hægt verði að ná betur utan um þann hóp sem hefur lokið meðferð um það leyti sem unglingarnir útskrifast og eftir að þeir útskrifast. Til dæmis sé mikilvægt að virkja þessa krakka í námi eða vinnu, svo sem í Fjölsmiðjunni. Því leggur Barnaverndarstofa til þess að gerður verði samningur við Fjölsmiðjuna þannig að hún verði efld. Með þessu verði meðferð á Stuðlum skilvirkari og endurkomum gæti fækkað.Dýr hugmynd Bragi segir að hugmyndin hér að ofan, um nýja stofnun þar sem hægt sé að vista fanga undir lögaldri, sé kostnaðarsöm. Seinni hugmyndinni sé hins vegar ódýrari og hana ætti að vera hægt að framkvæma án mikillar fyrirhafnar. Bragi leggur jafnframt áherslu á að þrátt fyrir ofangreinda hugmynd sé Barnaverndarstofa ekki að leggja til að farið verði í mikla stofnanauppbyggingu í meðferðarstarfi heldur verði lögð áhersla á meðferðarstarf utan stofnana.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði