Alcoa nýtti ekki forskotið á aðra 18. október 2011 03:15 Katrín Júlíusdóttir Viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra við yfirlýsingu Alcoa í gær eru að ákvörðunin hafi ekki komið sér á óvart. Ákvörðunin skýri línurnar og nú sé að ljúka viðræðum við önnur fyrirtæki sem áhuga hafa á að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar. Hún telur ekki aðalatriði hvaða fyrirtæki það verður svo lengi sem regluverkinu í landinu sé fylgt, umhverfismál séu í hávegum höfð og störf skapist fyrir fólkið á svæðinu. Katrín segir að Alcoa hafi um árabil haft mikið forskot á aðra til að nýta orkuna sem þar er. Væntingar fyrirtækisins fari hins vegar ekki saman við hugmyndir Landsvirkjunar um hversu hratt er hægt að afhenda orkuna eða hversu mikið. Hún telur langsótt að gagnrýna stjórnvöld vegna ákvörðunar Alcoa. Sameiginlegt umhverfismat hafi vissulega tafið verkefnið en það standist ekki skoðun að það hafi haft áhrif á verkefnið frekar en að viljayfirlýsingar voru ekki endurnýjaðar árið 2009. Hún segir að alþjóðlegt stórfyrirtæki hljóti að þola samkeppni frá minni aðilum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikils forskots það hafi notið um árabil. Hins vegar virðist það hafa flýtt fyrir ákvarðanatöku Alcoa að öðrum fyrirtækjum var hleypt að mögulegri nýtingu landgæða á Norðurlandi. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra við yfirlýsingu Alcoa í gær eru að ákvörðunin hafi ekki komið sér á óvart. Ákvörðunin skýri línurnar og nú sé að ljúka viðræðum við önnur fyrirtæki sem áhuga hafa á að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar. Hún telur ekki aðalatriði hvaða fyrirtæki það verður svo lengi sem regluverkinu í landinu sé fylgt, umhverfismál séu í hávegum höfð og störf skapist fyrir fólkið á svæðinu. Katrín segir að Alcoa hafi um árabil haft mikið forskot á aðra til að nýta orkuna sem þar er. Væntingar fyrirtækisins fari hins vegar ekki saman við hugmyndir Landsvirkjunar um hversu hratt er hægt að afhenda orkuna eða hversu mikið. Hún telur langsótt að gagnrýna stjórnvöld vegna ákvörðunar Alcoa. Sameiginlegt umhverfismat hafi vissulega tafið verkefnið en það standist ekki skoðun að það hafi haft áhrif á verkefnið frekar en að viljayfirlýsingar voru ekki endurnýjaðar árið 2009. Hún segir að alþjóðlegt stórfyrirtæki hljóti að þola samkeppni frá minni aðilum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikils forskots það hafi notið um árabil. Hins vegar virðist það hafa flýtt fyrir ákvarðanatöku Alcoa að öðrum fyrirtækjum var hleypt að mögulegri nýtingu landgæða á Norðurlandi.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira