Innlent

GusGus hafnar því að of margir miðar hafi verið seldir

Frá tónleikunum á laugardagskvöldið
Frá tónleikunum á laugardagskvöldið Mynd/Sigurjón Ragnar
GusGus hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings RÚV um að fyrir mistök hafi of margir miðar verið seldir á tónleika hljómsveitarinnar á Nasa á laugardaginn. Hljómsveitin segir að það sé einfaldlega rangt, miðasalan hafi verið gerð í fullu samráði við Nasa og samræmdist þeirra kröfum um þann fjölda forsölumiða sem í boði skyldi vera.

„Þetta voru hins vegar frekar óhefðbundnir tónleikar hjá GusGus. Það er ekki hefð fyrir því að GusGus spili á Nasa kl. 20:00. Þannig að tvennir tónleikar á sama kvöldi, ollu einhverjum misskilningi hjá tónleikagestum. Einhverjir þeir sem voru með miða kl. 20:00 komust fyrir mistök inn á seinni tónleikana. Einnig var eitthvað um að fólk tækist að smygla sér inn á tónleikanna án þess að hafa keypt sér miða og voru til þess notuð ýmis óhefðbundin meðul," segir í yfirlýsingunni.

„Því skapaðist ákveðið ástand fyrir utan sem olli því að einhverjir urðu frá að hverfa en flestir komust þó inn eftir smá bið. Ekki var hægt að gera neinar málamiðlanir með öryggi gesta og því var á tímabili ekki hægt að bæta við fleiri gestum í húsið. Hverjum sem um þetta er að kenna, þá harma Jón Jónsson og GusGus þessi mistök og hafa ákveðið að endurgreiða alla ónýtta miða, bjóða viðkomandi ókeypis inn á næstu tónleika hljómsveitarinnar ásamt því að opna fyrir niðurhal á GusGus plötu að eigin vali. Þetta var leiðindaratvik en það sem vonandi mun standa upp úr eru tvennir hreint út sagt ótrúlegir tónleikar og er hljómsveitin hrærð og þakklát yfir móttökunum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×