Meira brottfall hjá körlum 3. maí 2011 09:32 Nemendur í prófi Mynd: GVA Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira