Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun