Enski boltinn

Agger spilar ekki meira á þessu tímabili

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Agger haltrar hér af velli um síðustu helgi.
Agger haltrar hér af velli um síðustu helgi.
Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla á hné. Agger meiddist í leiknum gegn WBA um síðustu helgi.

Agger hefur verið afar óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð og missti út þrjá mánuði fyrr í vetur.

"Hann getur ekki æft í tvo mánuði og þetta er búið hjá honum á þessari leiktíð," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.

Glen Johnson þarf einnig að hvíla sig aðeins vegna meiðsla sem hann hlaut í sama leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×