Enski boltinn

Coca-Cola sparkar Wayne Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney er ekki lengur á bekknum hjá Coke heldur er hann kominn úr hópnum.
Rooney er ekki lengur á bekknum hjá Coke heldur er hann kominn úr hópnum.
Drykkjarvöruframleiðandinn Coca-Cola hefur endanlega gefist upp á enska framherjanum Wayne Rooney og mun ekki nota hann aftur í auglýsingum sínum.

Rooney var upprunalega kastað úr auglýsingaherferð fyrirtækisins þegar upp komst að hann hafði sængað hjá vændiskonum. Fyrirtækið var samt ekki endanlega búið að gefa hann upp á bátinn þá.

Það tilkynnti síðan í dag að samningur við Rooney yrði ekki endurnýjaður.

Rooney hefur auglýst Coke Zero grimmt frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×