Enski boltinn

Auðveld stærðfræði þvældist fyrir Dowie

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stærðfræði er augljóslega ekki ein af sterkari hliðum knattspyrnustjórans Ian Dowie sem nú starfar sem sérfræðingur fyrir Sky Sports.

Eftir 2-5 leik Inter og Schalke í Meistaradeildinni sagðist Dowie ekki hafa hugmynd um hvað Inter þyrfti að skora mörg mörk til þess að komast áfram.

Hann taldi þó líklegt að þau þyrftu að vera í kringum sjö. Paul Merson benti honum þá góðfúslega á að 4-0 myndi duga.

Hægt er að horfa á þessa mögnuðu uppákomu hér að ofan en mikið hefur verið hlegið af Dowie í dag og þeirri staðreynd að hann hafi fengið hundruðir milljóna til umráða er hann var stjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×