Sport

Kajsa Bergqvist komin út úr skápnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kajsa Bergqvist.
Kajsa Bergqvist. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sænski hástökkvarinn Kajsa Bergqvist hefur stokkið inn í heimsfréttirnar á ný þrátt fyrir að hún hafi hætt að keppa árið 2008. Bergqvist hefur nefnilega skilin við manninn sinn og er nú komin út úr skápnum.

Bergqvist og Måns Herngren voru gift í þrjú ár en þau giftu sig á nýársdag 2007. Kajsa, sem er 35 ára gömul, á nú nýja kærustu sem heitir Kristina og segist ekki hafa uppgötvað það að hún væri lesbísk fyrr en hún hitti hana.

„Ég er mjög ánægð með að við Kristina hittumst. Við erum mjög ástfangnar af hvorri annarri og eigum frábært samband. Mér líður eins í dag og þegar mér leið þegar ég var með Måns. Þá var ég einnig mjög ástfangin. Þegar ég verð eldri og horfi til baka þá lít ég kannski á mig sem tvíkynhneigða," sagði Bergqvist.

Kajsa Bergqvist varð þrisvar heimsmeistari í hástökki, einu sinni utanhúss og tvisvar sinnum innanhúss. Hún á enn heimsmetið í hástökki innanhúss frá því að hún stökk 208 sm árið 2006. Bergqvist vann ein verðlaun á Ólympíuleikum en hún tók brons í Sydney árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×