Erlent

Fólk sendir nú smáskilaboð í svefni

Dr. Cunnington hefur rannsakað svefnvenjur í áraraðir en þetta nýja fyrirbæri kemur honum að mjög á óvart.
Dr. Cunnington hefur rannsakað svefnvenjur í áraraðir en þetta nýja fyrirbæri kemur honum að mjög á óvart. mynd/AFP
Svefnsérfræðingur segir erilsamt líf nútímamannsins vera að hefta svefn okkar. Hann viti um dæmi þar sem fólk sendir smáskilaboð í svefni.

Dr. David Cunnington hefur rannsakað svefn í áraraðir og segir að fátt komi sér á óvart í svefnvenjum mannsins. En á síðustu mánuðum hefur hann heyrt af nokkrum tilfellum þar sem fólk hefur sent smáskilaboð í svefni. Cunnington sagðist einnig vita af tilfellum þar sem fólk sé í svefngöngu á Facebook.

Cunnington hefur persónulega annast mál þar sem einstaklingar hafa sent smáskilaboð til vina og fjölskyldu.

Engar haldbærar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á fyrirbærinu en árið 2008 voru svipuð tilfelli rannsökuð en þá voru nokkrir sem sentu tölvupósta í svefni.

Læknirinn segir ástæðuna liggja í annasömu lífi nútímamannsins. Erillinn teygi sig þannig yfir í draumaheima okkar.

Hann segir að þeir sem þrái góðann svefn verði að færa snjallsímann í annað herbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×