Milljarður á mínútu með Vaðlaheiðargöngum Boði Logason skrifar 10. nóvember 2011 13:32 Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi í Reykjavík, segir að ökumenn verði 11 mínútum fljótari með Vaðlaheiðargöngunum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 11 milljarða króna. „Við lifum á tímum þar sem þarf að fara verulega skynsamlega með hverju einustu krónu og það er öllum ljóst að Vaðlaheiðargöng falla ekki í þann flokk," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í gærmorgun birti hann stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði að samkvæmt sínum útreikningum væri tímasparnaður fyrir ökumenn vegna Vaðlaheiðarganga 11 mínútur. „Kostnaður vegna Vaðlaheiðarganga er 11 milljarðar. Semsagt milljarður á mínútu. Hver er ekki til í að borga milljarð fyrir að komast einni mínútu fyrr á áfangastað?“ sagði hann á síðu sinni. Hann segist hafa reiknað þetta út með einföldum hætti og gert ráð fyrir því að menn keyri á 80 til 90 kílómetra hraða. Og útkoman: 11 mínútur sem sparast með göngunum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli Marteinn að honum finnist fáránleikinn endurspeglast í þessum framkvæmdum. „Mér sýnist á öllu að menn séu að rembast við að reikna sig niður á einhverja niðurstöðu sem að allt hlutlaust fólk sér að er ekki rétt. Þessi göng munu aldrei standa undir sér, miðað við þær forsendur sem eru gefnar.“ Gísli Marteinn segir að honum finnist þessar framkvæmdar vera mjög slæm meðferð á almannafé. „Ég tel að það sé makalaust að menn ætli að fara í þessa framkvæmd á meðan ríkið þarf að skera niður allstaðar,“ segir hann. „Mér finnst að þingmenn hér á suðvesturhorninu hafa ekki látið nógu mikið í sér heyra í svona málum. Það er náttúrulega ekki í lagi að gírugir þingmenn í kjördæmum út á landi komi málum í gegn án þess að það fari fram skynsamlega umræða um málið,“ segir hann. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
„Við lifum á tímum þar sem þarf að fara verulega skynsamlega með hverju einustu krónu og það er öllum ljóst að Vaðlaheiðargöng falla ekki í þann flokk," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í gærmorgun birti hann stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði að samkvæmt sínum útreikningum væri tímasparnaður fyrir ökumenn vegna Vaðlaheiðarganga 11 mínútur. „Kostnaður vegna Vaðlaheiðarganga er 11 milljarðar. Semsagt milljarður á mínútu. Hver er ekki til í að borga milljarð fyrir að komast einni mínútu fyrr á áfangastað?“ sagði hann á síðu sinni. Hann segist hafa reiknað þetta út með einföldum hætti og gert ráð fyrir því að menn keyri á 80 til 90 kílómetra hraða. Og útkoman: 11 mínútur sem sparast með göngunum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli Marteinn að honum finnist fáránleikinn endurspeglast í þessum framkvæmdum. „Mér sýnist á öllu að menn séu að rembast við að reikna sig niður á einhverja niðurstöðu sem að allt hlutlaust fólk sér að er ekki rétt. Þessi göng munu aldrei standa undir sér, miðað við þær forsendur sem eru gefnar.“ Gísli Marteinn segir að honum finnist þessar framkvæmdar vera mjög slæm meðferð á almannafé. „Ég tel að það sé makalaust að menn ætli að fara í þessa framkvæmd á meðan ríkið þarf að skera niður allstaðar,“ segir hann. „Mér finnst að þingmenn hér á suðvesturhorninu hafa ekki látið nógu mikið í sér heyra í svona málum. Það er náttúrulega ekki í lagi að gírugir þingmenn í kjördæmum út á landi komi málum í gegn án þess að það fari fram skynsamlega umræða um málið,“ segir hann.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira