Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu 11. nóvember 2011 11:59 Goddur og Framsóknarmerkið. "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira