Innlent

Slökkviliðsmenn reykræsta í Laufbrekku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið var kallað að húsi í Laufbrekku í Kópavogi nú undir kvöld. Þaðan var tilkynnt um eld í feitispotti og voru slökkviliðsmenn umsvifalaust sendir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um neinn eld að ræða en töluverðan reyk leggur frá pottinum. Slökkviliðsmennirnir hafa því hafist handa við að reykræsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×