Innlent

Vignir fljótastur íslenskra "járnkarla“

Hér sést Vignir Þór þar sem hann kemur í mark eftir rúma níu og hálfrar klukkustunda þrekraun.
Hér sést Vignir Þór þar sem hann kemur í mark eftir rúma níu og hálfrar klukkustunda þrekraun.
Tólf Íslendingar luku í gær heilum Járnkarli eða Ironman í Florida í Bandaríkjunum. Ekki tókst að slá Íslandsmet en gríðarleg íslensk stemmning myndaðist við endamarkið.

Vignir Þór Sverrisson var fyrstur Íslendinganna í mark á 9 klst og 37 mín eftir að hafa lokið 3,8 kílómetra sjósundi, 180 kílómetrum á hjóli og heilu maraþoni eða 42,2 kílómetrum hlaupandi.

Síðan komu Íslendingarnir koll af kolli en eina konan í hópnum, Ásdís Kristjánsdóttir var tæpar ellefu klukkustundir að klára þolraunina og var hún í fjórða sæti í sínum flokki.

Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir til leiks og var sá elsti 75 ára gamall. Fyrstur í mark var Svisslendingurinn Ronnie Schildknecht á undir átta klukkustundum.

Mikil stemmning var við marklínuna og voru aðstandendur Íslendinganna samankomnir með fána og fögnuðu ærlega þegar þeirra menn og kona komu í mark enda ekki á hverjum degi sem svona þrekvirki er unnið og búið að bíða þessarrar stundar í marga mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×