Tannheilsan verst á Íslandi Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 30. október 2011 19:39 Tannheilsa Íslendinga er mun verri en annarra Norðurlandabúa þrátt fyrir að tannlæknar séu hlutfallslega fleiri á Íslandi. Ungmenni hér á landi fá fjórfalt fleiri skemmdir en danskir jafnaldrar þeirra. Í nýrri rannsókn velferðarráðuneytisins er dökk mynd dregin upp af tannheilsu Íslendinga. Þegar litið er til tannheilsu 12 ára barna er munurinn á heilsu landsmanna og annarra Norðurlandabúa sláandi. Íslenskir tannlæknar finna að meðaltali rúmlega tvær skemmdir hjá þessum aldurshópi í hverri heimsókn sem er helmingi fleiri skemmdir en hjá norskum börnum sem koma næst verst út úr þessari úttekt, og tæplega fjórfalt fleiri en hjá dönskum ungmennum. Þá er eldra fólk hér á landi líklegra, ásamt Finnum, til að missa tennur sínar, en 33% Íslendinga á aldrinum 65 til 74 ára eru ekki með sitt upprunalega sett miðað við 18% Dana og 7% Norðmanna. Í þessu samhengi vekur fjöldi tannlækna hér á landi athygli, en þeir eru hlutfallslega fleiri en á öðrum Norðurlöndum. 94 tannlæknar eru á hverja hundrað þúsund íbúa en í Noregi eru þeir 88, í Danmörku 84 og Svíþjóð 83 og einungis 74 í Finnlandi, en munurinn á Finnlandi og Íslandi eru tuttugu tannlæknar. Vert er þó að geta að fjöldi tannlækna sem hreinsa einungis tennur eru mun færri hér á landi en í hinum fjórum löndunum. Rannsóknin nær einnig til útgjalda vegna tannlækninga sem jukust um fimm prósent á árunum 2008 til 2010 en kostnaðarhlutdeild sjúklinga jókst um heil 7% á þessu tímabili. Það er því ekki að sjá að útgjaldaaukningin né góður fjöldi tannlækna hafi skilað betri tannheilsu. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Tannheilsa Íslendinga er mun verri en annarra Norðurlandabúa þrátt fyrir að tannlæknar séu hlutfallslega fleiri á Íslandi. Ungmenni hér á landi fá fjórfalt fleiri skemmdir en danskir jafnaldrar þeirra. Í nýrri rannsókn velferðarráðuneytisins er dökk mynd dregin upp af tannheilsu Íslendinga. Þegar litið er til tannheilsu 12 ára barna er munurinn á heilsu landsmanna og annarra Norðurlandabúa sláandi. Íslenskir tannlæknar finna að meðaltali rúmlega tvær skemmdir hjá þessum aldurshópi í hverri heimsókn sem er helmingi fleiri skemmdir en hjá norskum börnum sem koma næst verst út úr þessari úttekt, og tæplega fjórfalt fleiri en hjá dönskum ungmennum. Þá er eldra fólk hér á landi líklegra, ásamt Finnum, til að missa tennur sínar, en 33% Íslendinga á aldrinum 65 til 74 ára eru ekki með sitt upprunalega sett miðað við 18% Dana og 7% Norðmanna. Í þessu samhengi vekur fjöldi tannlækna hér á landi athygli, en þeir eru hlutfallslega fleiri en á öðrum Norðurlöndum. 94 tannlæknar eru á hverja hundrað þúsund íbúa en í Noregi eru þeir 88, í Danmörku 84 og Svíþjóð 83 og einungis 74 í Finnlandi, en munurinn á Finnlandi og Íslandi eru tuttugu tannlæknar. Vert er þó að geta að fjöldi tannlækna sem hreinsa einungis tennur eru mun færri hér á landi en í hinum fjórum löndunum. Rannsóknin nær einnig til útgjalda vegna tannlækninga sem jukust um fimm prósent á árunum 2008 til 2010 en kostnaðarhlutdeild sjúklinga jókst um heil 7% á þessu tímabili. Það er því ekki að sjá að útgjaldaaukningin né góður fjöldi tannlækna hafi skilað betri tannheilsu.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira