Erlent

NATO mun hverfa frá Líbíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Anders Fogh Rasmussen er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. mynd/ afp.
Atlantshafsbandalagið mun hætta hernaðaraðgerðum í Líbíu, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Samvinna verður um það við Sameinuðu þjóðirnar og bráðabirgðastjórnina í Líbíu. Eins og kunnugt er var Gaddafi, fyrrum Líbíuleiðtogi, felldur í dag.

„Líbíumenn geta nú sett punkt við langan kafla í sögu þeirra og snúið við blaðinu. Nú geta Líbíumenn ákveðið sjálfir hvernig framtíð þeirra er háttað," sagði Anders Fogh Rasmussen í ræðu sem Jyllands Posten vísar til.

Anders Fogh hvetur alla Líbíumenn til þess að sýna samstöðu, hversu ólíkir sem þeir kunna að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×