Innlent

Nýjar eftirlitsmyndavélar settar upp í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg ætlar að setja upp nýjar eftirlitsmyndavélar í Reykjavík.
Reykjavíkurborg ætlar að setja upp nýjar eftirlitsmyndavélar í Reykjavík. mynd/ daníel.
Reykjavíkurborg ætlar að verja 6,5 milljónum til þess að endurnýja myndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram tillögu þessa efnis á borgarráðsfundi á fimmtudaginn, sem var samþykkt.

Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir að gömlu myndavélarnar hafi verið úr sér gengnar og unnið hafi verið að því að fá nýjar vélar í töluverðan tíma. „Þær eru eiginlega allar ónýtar þessar vélar sem hafa verið, það eru örfáar eftir," segir Björn í samtali við Vísi.

Björn segir að enn eigi eftir að ákveða hvar vélarnar verði staðsettar. Það verði gert í samstarfi við lögregluna og slökkviliðið. „Lögreglan hefur lagt mikla áherslu á þetta. Bæði vegna þess að þetta stytti viðbragðstímann hjá þeim og svo hefur þetta líka gagnast í einhverjum tilfellum við að upplýsa glæpi," segir Björn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×