Innlent

Forsetinn viðstaddur þegar Bókasýningin í Frankfurt var sett

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu þegar Bókasýningin í Frankfurt var sett í dag. Ísland skipar sérstakan heiðursess á sýningunni. Auk forsetans fluttu Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, ræðu við setninguna sem og rithöfundarnir Arnaldur Indriðason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

„Heiðurssætið sem Ísland skipar er viðurkenning sem við metum mikils, vináttuvottur sem við munum lengi hafa í minnum, bautasteinn helgaður þeim sem á fyrri öldum skráðu sögur á skinn og viðurkenning á gróskumikilli uppskeru skáldanna sem mótað hafa okkar tíma, hvatning ungum höfundum um að vera í glímunni við þá mælistiku sem heimurinn telur besta ávallt trúr sínu fólki," sagði forseti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×