Innlent

Við verndum morðingja en ekki almenna borgara

Bulger eftirlýstur. Hann var handsamaður að lokum þökk sé Önnu.
Bulger eftirlýstur. Hann var handsamaður að lokum þökk sé Önnu.

Bulger var handtekinn í fyrra eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur sem var nágranni Bulgers í Santa Monica og þekkti konu hans. Eftir að dagblaði Boston Globe birti nafn Önnu í umfjöllun sinni um málið nú um helgina hafa margir bent á að Anna kunni að vera í hættu.

Einn þeirra er Dan Burton, fulltrúardeildarþingmaður frá Indiana, en hann þekkir mál Whitey Bulgers mjög vel því hann leiddi um nokkra ára skeið þingmannanefnd sem rannsakaði málið þegar Bulger var enn á flótta.

„Það sem ég hef áhyggjur af er að þessi kona sagði til Whiteys Bulgers og ég skil ekki af hverju við höfum verndað þekkta morðingja og sett þá í vitnavernd en hér er kona sem vann í almannaþágu með því að vísa á einn af mest eftirlýstu mönnum í heimi og einhver hjá FBI, held ég, bendir á hana. Þetta setur hana hugsanlega í hættu því Whitey Bulger var með gengi og það ganga enn lausir menn sem voru í tengslum við hann,“ segir Burton um hugsanlega hættu sem steðjar að Önnu.

Burton bendir á að margir af stórhættulegir morðingjar hafa sloppið við fangelsisdóma og farið í vitnavernd eftir að hafa aðstoðað við rannsóknina. Það skjóti skökku við að þeir njóti verndar en ekki Anna Björnsdóttir.

„Hún nýtur ekki sama öryggis og glæpamaður fengi ef hann færi í vitnaverndina. Mér finnst það ekki rétt að það sé flett svona ofan af henni,“ segir Burton.

Til að fylgja þessu eftir segist Burton ætla að taka málið upp við formann nefndar sem hefur eftirlit með stofnun á borð við FBI og afla upplýsinga um það hvernig á því stóð að nafn Önnu var lekið til fjölmiðlar

„Ég mun tala við herra Issa um þetta og við munum vissulega athuga þetta mál. Það á að refsa þeim sem lét fjölmiðla fá nafn konunnar og heimilisfang, hann þarf að sæta ábyrgð því þessi kona getur verið í hættu,“ segir Burton að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×