Innlent

Varað við stormi á morgun

Óveður.
Óveður.
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) og hvössum vindhviðum við fjöll Suðvestan- og Vestanlands í fyrramálið og fram yfir hádegi samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Spáð er vaxandi suðaustanátt sunnantil, 15-23 m/s og rigningu Sunnan og Vestanlands í fyrramálið en hægari og úrkomulaust fram eftir degi Norðaustan til. Sunnan 13-18 metrar á sekúndu annað kvöld og úrkomuminna.

Víða frost Norðanlands í nótt en hiti á landinu 4 til 10 stig síðdegis
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×